Stríð og friður í Írak 11. október 2004 00:01 Orð Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, þess efnis að barist sé í fimm byggðalögum í Írak en friður ríki í hinum 795 vöktu athygli. Féllu þau í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í þinginu á mánudagskvöld. Sumir telja ráðherrann fara með kolrangt mál, bardagar og ófriðarástand geisi mun víðar í landinu sem óhætt sé að kalla stríðshrjáð. Aðrir segja að vel geti verið að þetta sé rétt, meinið sé hinsvegar að í þessum fimm byggðalögum búi langflestir íbúar landsins og málflutningurinn því villandi. Enn aðrir sjá ekkert athugavert við þessa túlkun á stöðu mála enda sé hún sönn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr utanríkisráðuneytinu voru upplýsingar ráðherrans samhljóða því sem Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, greindi bandaríska þinginu frá í síðasta mánuði. Í máli hans kom ennfremur fram að svo gott væri ástandið í fimmtán af átján héruðum landsins að þar væri hægt að ganga til kosninga nú þegar. Villandi framsetning Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, situr í utanríkismálanefnd þingsins. Hann viðurkennir að vera illa að sér í landafræði og stjórnsýsluuppbyggingu í Írak en staðreyndirnar tali sínu máli; logandi bardagar og upplausnarástand ríki í stærstu borgum landsins. "Það þarf ekkert að rökræða þetta, allir sem fylgjast með heimsfréttunum vita að svona talnaleikur hrekkur skammt til að fegra ástandið." Steingrímur segir framsetningu utanríkisráðherra villandandi og gefa ranga mynd af ástandinu en treystir sér ekki til að leggja dóm á tölfræðina sjálfa. "Þetta er kannski eitthvað sem hægt er að standa á með því að leggja allt að jöfnu, höfuðborgina og litla sveitahreppa. Í öllum lykilborgum landsins er ástandið skelfilegt og það segir auðvitað miklu meira en ástandið í einhverjum sveitahreppum þar sem aðeins brot af íbúum býr. Vonandi er það nú þannig að í einhverjum afkimum í landinu er sæmilega friðvænlegt, skárra væri það nú." Steingrímur segir málið eiga að vera yfir það hafið að deila þurfi um það enda hafi næstum allir viðurkennt að ástandið í landinu sé skelfilegt. "Menn vita hvernig ástandið er í Bagdad, græna svæðið sem á að teljast öruggt verður óöruggara með hverjum degi og það gengur á ýmsu í flestum borgunum og víða um sveitir þar sem olíuleiðslur eru sprengdar upp. Ástandið í Írak og raunar Afganistan líka sýnir hversu arfavitlaus þessi hugmynda- og aðferðafræði er að halda að menn geti vaðið áfram og látið sprengjum rigna úr háloftunum og svo verði allir vinir og vestrænt lýðræði skelli á eins og ekkert sé og það í löndum sem aldrei hafa þekkt neitt slíkt. Það gengur náttúrulega aldrei." Gagnlegar upplýsingar Einar K. Guðfinnsson, flokksbróðir utanríkisráðherra og utanríkismálanefndarmaður, hefur oft komið fram í fjölmiðlum og varið ákvörðunina um innrásina í Írak. Hann situr við sinn keip og segir ekki aðalatriði hvort barist sé í einni borginni fleiri eða færri. "Ég geri engar athugasemdir við tölfræðina en þekki sjálfur ekki forsendur hennar. Tölurnar bregða hinsvegar ljósi á stöðuna í Írak og sýna að stríðsástandið er einangraðra en fréttir fjölmiðla gefa til kynna. Talnalegar upplýsingar af þessu tagi eru mjög til góða fyrir upplýsta umræðu um málið. Einar segir að höfuðatriði málsins liggi ljóst fyrir. "Aðalatriðið er sá ríki vilji Bandaríkjamanna, Breta og stjórnarinnar í Írak að koma á friði og lýðræði og stefna að lýðræðislegum kosningum. Það er kjarni málsins. Auðvitað er hörmulegt til þess að vita að þarna ríki stríðsástand en engu að síður er ég viss um að hinn kosturinn sem menn stóðu frammi fyrir, þ.e. að gera ekki neitt, hefði leitt margfalt meiri hörmungar yfir þjóðina. Skýrslur sem birst hafa að undanförnu sýna enda að sá kostur hefði verið gjörsamlega óviðunnnandi frá sjónarhóli mannúðar." Mikill ófriður "Það hvarflar ekki að mér að utanríkisráðherra hafi viljandi farið með villandi upplýsingar, slíkt myndi ekkert hafa upp á sig," segir Rannveig Guðmundsdóttir sem situr í utanríkismálanefnd fyrir Samfylkinguna. "Það er auðvitað miður ef hann ákveður að setja fram tölur af einhverju tagi sem ekki eru óyggjandi, hann hefur eflaust talið að hann væri með réttar upplýsingar í höndunum." Í huga Rannveigar er ástandið í landinu það sem máli skiptir, ekki hártoganir um málflutning. "Mér finnst skipta mestu máli hve mikill ófriður er í Írak og þessi gríðar miklu átök sem geisa í landinu." Hún segist á öndverðri skoðun við Davíð og ósátt við orð sem hann sagði í eyru Bandaríkjaforseta í heimsókn sinni vestur um haf. "Mér finnst gagnrýnisvert að hann skyldi á fundi sínum með Bush hafa talað um að það væri friðvænlegra fyrir alla í heiminum eftir innrásina í Írak. Því er ég fullkomlega ósammála." Alþingi Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Orð Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, þess efnis að barist sé í fimm byggðalögum í Írak en friður ríki í hinum 795 vöktu athygli. Féllu þau í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í þinginu á mánudagskvöld. Sumir telja ráðherrann fara með kolrangt mál, bardagar og ófriðarástand geisi mun víðar í landinu sem óhætt sé að kalla stríðshrjáð. Aðrir segja að vel geti verið að þetta sé rétt, meinið sé hinsvegar að í þessum fimm byggðalögum búi langflestir íbúar landsins og málflutningurinn því villandi. Enn aðrir sjá ekkert athugavert við þessa túlkun á stöðu mála enda sé hún sönn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr utanríkisráðuneytinu voru upplýsingar ráðherrans samhljóða því sem Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, greindi bandaríska þinginu frá í síðasta mánuði. Í máli hans kom ennfremur fram að svo gott væri ástandið í fimmtán af átján héruðum landsins að þar væri hægt að ganga til kosninga nú þegar. Villandi framsetning Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, situr í utanríkismálanefnd þingsins. Hann viðurkennir að vera illa að sér í landafræði og stjórnsýsluuppbyggingu í Írak en staðreyndirnar tali sínu máli; logandi bardagar og upplausnarástand ríki í stærstu borgum landsins. "Það þarf ekkert að rökræða þetta, allir sem fylgjast með heimsfréttunum vita að svona talnaleikur hrekkur skammt til að fegra ástandið." Steingrímur segir framsetningu utanríkisráðherra villandandi og gefa ranga mynd af ástandinu en treystir sér ekki til að leggja dóm á tölfræðina sjálfa. "Þetta er kannski eitthvað sem hægt er að standa á með því að leggja allt að jöfnu, höfuðborgina og litla sveitahreppa. Í öllum lykilborgum landsins er ástandið skelfilegt og það segir auðvitað miklu meira en ástandið í einhverjum sveitahreppum þar sem aðeins brot af íbúum býr. Vonandi er það nú þannig að í einhverjum afkimum í landinu er sæmilega friðvænlegt, skárra væri það nú." Steingrímur segir málið eiga að vera yfir það hafið að deila þurfi um það enda hafi næstum allir viðurkennt að ástandið í landinu sé skelfilegt. "Menn vita hvernig ástandið er í Bagdad, græna svæðið sem á að teljast öruggt verður óöruggara með hverjum degi og það gengur á ýmsu í flestum borgunum og víða um sveitir þar sem olíuleiðslur eru sprengdar upp. Ástandið í Írak og raunar Afganistan líka sýnir hversu arfavitlaus þessi hugmynda- og aðferðafræði er að halda að menn geti vaðið áfram og látið sprengjum rigna úr háloftunum og svo verði allir vinir og vestrænt lýðræði skelli á eins og ekkert sé og það í löndum sem aldrei hafa þekkt neitt slíkt. Það gengur náttúrulega aldrei." Gagnlegar upplýsingar Einar K. Guðfinnsson, flokksbróðir utanríkisráðherra og utanríkismálanefndarmaður, hefur oft komið fram í fjölmiðlum og varið ákvörðunina um innrásina í Írak. Hann situr við sinn keip og segir ekki aðalatriði hvort barist sé í einni borginni fleiri eða færri. "Ég geri engar athugasemdir við tölfræðina en þekki sjálfur ekki forsendur hennar. Tölurnar bregða hinsvegar ljósi á stöðuna í Írak og sýna að stríðsástandið er einangraðra en fréttir fjölmiðla gefa til kynna. Talnalegar upplýsingar af þessu tagi eru mjög til góða fyrir upplýsta umræðu um málið. Einar segir að höfuðatriði málsins liggi ljóst fyrir. "Aðalatriðið er sá ríki vilji Bandaríkjamanna, Breta og stjórnarinnar í Írak að koma á friði og lýðræði og stefna að lýðræðislegum kosningum. Það er kjarni málsins. Auðvitað er hörmulegt til þess að vita að þarna ríki stríðsástand en engu að síður er ég viss um að hinn kosturinn sem menn stóðu frammi fyrir, þ.e. að gera ekki neitt, hefði leitt margfalt meiri hörmungar yfir þjóðina. Skýrslur sem birst hafa að undanförnu sýna enda að sá kostur hefði verið gjörsamlega óviðunnnandi frá sjónarhóli mannúðar." Mikill ófriður "Það hvarflar ekki að mér að utanríkisráðherra hafi viljandi farið með villandi upplýsingar, slíkt myndi ekkert hafa upp á sig," segir Rannveig Guðmundsdóttir sem situr í utanríkismálanefnd fyrir Samfylkinguna. "Það er auðvitað miður ef hann ákveður að setja fram tölur af einhverju tagi sem ekki eru óyggjandi, hann hefur eflaust talið að hann væri með réttar upplýsingar í höndunum." Í huga Rannveigar er ástandið í landinu það sem máli skiptir, ekki hártoganir um málflutning. "Mér finnst skipta mestu máli hve mikill ófriður er í Írak og þessi gríðar miklu átök sem geisa í landinu." Hún segist á öndverðri skoðun við Davíð og ósátt við orð sem hann sagði í eyru Bandaríkjaforseta í heimsókn sinni vestur um haf. "Mér finnst gagnrýnisvert að hann skyldi á fundi sínum með Bush hafa talað um að það væri friðvænlegra fyrir alla í heiminum eftir innrásina í Írak. Því er ég fullkomlega ósammála."
Alþingi Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira