Erlent

Kerry með forskot

John Kerry virðist hafa mjakað sér fram úr George Bush miðað við niðurstöður nýjustu könnunar Reuters og Zogbi sem birt var fyrir stundu. Samkvæmt henni hefur Kerry einnar prósentu forskot sem er þó innan skekkjumarka. John Zogbi, yfirmaður Zogbi-könnunarfyrirtækisins, segir niðurstöðurnar minna óþægilega mikið á stöðuna fyrir kosningarnar árið 2000. Áberandi er hversu mikið betur körlum líkar við Bush en konum fellur betur við Kerry. Samkvæmt sömu könnun hefur Ralph Nader tæplega einnar prósentu fylgi á landsvísu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×