Innlent

Fylgjandi auknum orkurannsóknum

Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, segir ekkert athugavert við afstöðu flokksins til hugsanlegrar virkjunar Skjálfandafljóts. Vinstri - grænir séu fylgjandi auknum orkurannsóknum. Eins og sagt hefur verið frá á Stöð 2 þá samþykkti fulltrúi Vinstri - grænna að Orkuveitan hefði forgöngu um virkjun Skjálfandafljóts sem þýddi að landflæmi á hálendinu á stærð við borgarland Reykjavíkur hyrfi undir vatn. Árni Þór segir þetta ekki stangast á við stefnu flokksins. Það komi til greina að virkja, ef orkan er ekki notuð í mengandi stóriðju. Árni Þór segir að til þess að það verði gert með skynsamlegum hætti verði að efla mjög rannsóknir á sviði orkumála. Því sé ekki óeðlilegt að fulltrúi flokksins í stjórn Orkuveitunnar leggist ekki gegn því að sótt sé um rannsóknarleyfi. Árni segir að það skipti ennfremur miklu máli hver niðurstaða umhverfismats verði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×