Innlent

Hallsvegur áfram tveggja akreina

Hallsvegur í Grafarvogi verður áfram tveggja akreina en ekki fjögurra eins og nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi. Borgarstjórn samþykkti í gær að fela skipulags- og bygginganefnd borgarinnar að undirbúa þessa breytingu á aðalskipulaginu. Árni Þór Sigurðsson, formaður umferðarnefndar borgarinnar segir það mat sérfræðinga borgarinnar og vegagerðarinnar að það verði ekki þörf fyrir fjögurra akreina veg þarna í fyrirsjáanlegri framtíð. Þar að auki hafi þetta verið mjög umdeilt mál og verið sé að taka tillit til þess.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×