Stórtjón þegar Votmúli brann 28. september 2004 00:01 Ríflega hundrað milljóna króna tjón varð í miklum eldsvoða á Blönduósi í fyrrinótt. Stærsti hlutinn af um fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði, sem í daglegu tali heimamanna er kallað Votmúli, brann til kaldra kola. Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í þeim hluta sem brann: matvælaverksmiðja Vilkó, pakkhús kaupfélagsins og Bílaþjónustan. Í hinum hluta hússins sem stendur heill eru þrjú önnur fyrirtæki. Þar er pappírspokaverksmiðja, dekkjaverkstæði og ullarþvottastöð. Talið er víst að eldurinn hafi komið upp í matvælaverksmiðju Vilkó í suðurenda hússins. Tæknideild lögreglunnar og fulltrúi Brunamálastofnunar segja hins vegar óljóst hver upptök eldsins séu. Það sé í rannsókn. Rafmagn var tekið af húsinu klukkan átta á mánudagskvöldið. Heimildir Fréttablaðsins herma að þegar það hafi verið sett aftur á um klukkan tíu um kvöldið hafi eldurinn kviknað. Hvernig nákvæmlega er ekki ljóst. Það var flutningabílstjóri sem átti leið í gegnum bæinn sem tilkynnti um eldinn klukkan fjögur um nóttina og skömmu síðar var slökkviliðið á staðnum komið á svæðið. Ekki leið á löngu þar til slökkviliðið á Skagaströnd og Hvammstanga var kallað út. Þegar slökkvistarf stóð sem hæst voru tæplega þrjátíu slökkviliðsmenn að störfum. "Þegar við komum þá logaði suðurendi hússins og eldtungur stóðu upp úr þakinu," segir Hilmar Frímannsson, varaslökkviliðsstjóri á Blönduósi. "Á meðan við vorum að hreinsa burtu tæki og bíla sem stóðu upp við húsið breiddist eldurinn nánast út um allt. Þá sáum við að það var ekkert annað að gera en að bjarga því sem var norðan megin við eldvarnarvegginn." Gríðarlegur eldmatur var í húsinu. Í pakkhúsinu voru gaskútar sem sprungu með miklum hvelli, svo miklum að íbúar í nágrenninu vöknuðu. Einum þeirra varð svo um að hann hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að sprenging hefði orðið í bænum. Mikinn reyk lagði frá húsinu þar sem fjöldi vörubíladekkja bráðnaði. Reykurinn var svo mikill að hann náði alla leið á Skagaströnd. Andrés Leifsson, sem einnig er varaslökkviliðsstjóri, segir að slökkvistarfið hafi gengið vel miðað við aðstæður. Slökkviliðið hafi verið búið að ná tökum á eldinum um klukkan átta í gærmorgun. Hann segir að gott veður hafi auðveldað slökkvistarfið en það var nánast logn um nóttina. "Ef það hefði verið rok hefði varla þurft að spyrja að leikslokum," segir Andrés. "Þá hefði líklega allt húsið brunnið, þar með talið norðurendinn. Hugsanlegt er að eldurinn hefði þá líka náð til nálægra bygginga. " Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Ríflega hundrað milljóna króna tjón varð í miklum eldsvoða á Blönduósi í fyrrinótt. Stærsti hlutinn af um fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði, sem í daglegu tali heimamanna er kallað Votmúli, brann til kaldra kola. Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í þeim hluta sem brann: matvælaverksmiðja Vilkó, pakkhús kaupfélagsins og Bílaþjónustan. Í hinum hluta hússins sem stendur heill eru þrjú önnur fyrirtæki. Þar er pappírspokaverksmiðja, dekkjaverkstæði og ullarþvottastöð. Talið er víst að eldurinn hafi komið upp í matvælaverksmiðju Vilkó í suðurenda hússins. Tæknideild lögreglunnar og fulltrúi Brunamálastofnunar segja hins vegar óljóst hver upptök eldsins séu. Það sé í rannsókn. Rafmagn var tekið af húsinu klukkan átta á mánudagskvöldið. Heimildir Fréttablaðsins herma að þegar það hafi verið sett aftur á um klukkan tíu um kvöldið hafi eldurinn kviknað. Hvernig nákvæmlega er ekki ljóst. Það var flutningabílstjóri sem átti leið í gegnum bæinn sem tilkynnti um eldinn klukkan fjögur um nóttina og skömmu síðar var slökkviliðið á staðnum komið á svæðið. Ekki leið á löngu þar til slökkviliðið á Skagaströnd og Hvammstanga var kallað út. Þegar slökkvistarf stóð sem hæst voru tæplega þrjátíu slökkviliðsmenn að störfum. "Þegar við komum þá logaði suðurendi hússins og eldtungur stóðu upp úr þakinu," segir Hilmar Frímannsson, varaslökkviliðsstjóri á Blönduósi. "Á meðan við vorum að hreinsa burtu tæki og bíla sem stóðu upp við húsið breiddist eldurinn nánast út um allt. Þá sáum við að það var ekkert annað að gera en að bjarga því sem var norðan megin við eldvarnarvegginn." Gríðarlegur eldmatur var í húsinu. Í pakkhúsinu voru gaskútar sem sprungu með miklum hvelli, svo miklum að íbúar í nágrenninu vöknuðu. Einum þeirra varð svo um að hann hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að sprenging hefði orðið í bænum. Mikinn reyk lagði frá húsinu þar sem fjöldi vörubíladekkja bráðnaði. Reykurinn var svo mikill að hann náði alla leið á Skagaströnd. Andrés Leifsson, sem einnig er varaslökkviliðsstjóri, segir að slökkvistarfið hafi gengið vel miðað við aðstæður. Slökkviliðið hafi verið búið að ná tökum á eldinum um klukkan átta í gærmorgun. Hann segir að gott veður hafi auðveldað slökkvistarfið en það var nánast logn um nóttina. "Ef það hefði verið rok hefði varla þurft að spyrja að leikslokum," segir Andrés. "Þá hefði líklega allt húsið brunnið, þar með talið norðurendinn. Hugsanlegt er að eldurinn hefði þá líka náð til nálægra bygginga. "
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira