Danskir ráðamenn réttmætt skotmark 27. september 2004 00:01 Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og sendur til fangavistar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og Talibanana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbúnings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki ofbeldi. Ummæli hans í dönskum fjölmiðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveimur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann væru réttmæt skotmörk. "Já, þeir geta verið það," svaraði Abderrahmane. "Ég get verið ósammála forsætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn," sagði sósíalistinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina viðurkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðuneytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttmætti Abderrahmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. "Ég get ekki setið hjá aðgerðalaus meðan hermenn bandalagsþjóðanna ráðast á konur og börn í Írak." Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og sendur til fangavistar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og Talibanana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbúnings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki ofbeldi. Ummæli hans í dönskum fjölmiðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveimur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann væru réttmæt skotmörk. "Já, þeir geta verið það," svaraði Abderrahmane. "Ég get verið ósammála forsætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn," sagði sósíalistinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina viðurkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðuneytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttmætti Abderrahmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. "Ég get ekki setið hjá aðgerðalaus meðan hermenn bandalagsþjóðanna ráðast á konur og börn í Írak." Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira