Danskir ráðamenn réttmætt skotmark 27. september 2004 00:01 Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og sendur til fangavistar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og Talibanana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbúnings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki ofbeldi. Ummæli hans í dönskum fjölmiðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveimur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann væru réttmæt skotmörk. "Já, þeir geta verið það," svaraði Abderrahmane. "Ég get verið ósammála forsætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn," sagði sósíalistinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina viðurkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðuneytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttmætti Abderrahmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. "Ég get ekki setið hjá aðgerðalaus meðan hermenn bandalagsþjóðanna ráðast á konur og börn í Írak." Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febrúar 2002 og sendur til fangavistar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og Talibanana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbúnings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki ofbeldi. Ummæli hans í dönskum fjölmiðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveimur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann væru réttmæt skotmörk. "Já, þeir geta verið það," svaraði Abderrahmane. "Ég get verið ósammála forsætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn," sagði sósíalistinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina viðurkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóðarflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðuneytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttmætti Abderrahmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. "Ég get ekki setið hjá aðgerðalaus meðan hermenn bandalagsþjóðanna ráðast á konur og börn í Írak." Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira