Sorphirðugjöld hækka um þriðjung 17. september 2004 00:01 Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira