Clinton fagnað gríðarlega 27. júlí 2004 00:01 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira