Bush ánægður með skýrsluna 24. júlí 2004 00:01 George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira