Siðferðismál réðu miklu um úrslit 3. nóvember 2004 00:01 Áhersla George W. Bush á siðferðismál og baráttuna gegn hryðjuverkum virðist hafa átt stóran hlut í því að tryggja honum endurkjör sem forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að fólk lýsti mikilli óánægju með stöðu efnahagsmála og að Íraksstríðið væri afar umdeilt gefa skoðanakannanir á kjördag til kynna að fólk hafi sett siðferðismál hvað mest á oddinn. 22 prósent kjósenda litu á siðferðismál sem mikilvægasta mál kosninganna samkvæmt útgönguspám og kom það sérfræðingum mjög á óvart. Þessir kjósendur litu vart við John Kerry, 79 prósent þeirra kusu Bush en aðeins 18 prósent Kerry. Þetta endurspeglaðist að hluta í úrslitunum í Ohio, en sigur Bush þar réði úrslitum um að hann en ekki John Kerry verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Samkvæmt könnun AP lítur fjórði hver kjósandi í ríkinu svo á að hann hafi frelsast, en þetta trúaða fólk kaus Bush með miklum yfirburðum. Þrefalt fleiri greiddu honum atkvæði en Kerry í ríki þar sem aðeins munaði tveimur prósentustigum þegar upp var staðið. George W. Bush vann kosningarnar með nokkrum mun. Hann fékk 51 prósent atkvæða en Kerry 48 prósent og fékk fleiri kjörmenn nú en fyrir fjórum árum. Þetta kom á óvart í ljósi skoðanakannana sem sýndu ekki marktækan mun á frambjóðendunum og útgönguspár á kjördag sem gaf til kynna að John Kerry væri í sókn og líklegur til að vinna í þremur stærstu óvissuríkjunum; Flórída, Ohio og Pennsylvaníu. Þegar upp var staðið vann hann aðeins í einu þeirra, Pennsylvaníu, sem Al Gore vann fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að Bush ynni þegar upp var staðið öruggari sigur en búist hafði verið við leið drjúgur tími áður en úrslitin voru endanlega ljós. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða og vafaatkvæða í Ohio varð til þess að demókratar gerðu sér vonir fram yfir hádegi í gær að íslenskum tíma um að vinna í Ohio og þar með forsetakosningarnar. Þegar betur skýrðist um hversu mörg atkvæði var að ræða sáu þeir hins vegar að baráttunni væri lokið. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Áhersla George W. Bush á siðferðismál og baráttuna gegn hryðjuverkum virðist hafa átt stóran hlut í því að tryggja honum endurkjör sem forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að fólk lýsti mikilli óánægju með stöðu efnahagsmála og að Íraksstríðið væri afar umdeilt gefa skoðanakannanir á kjördag til kynna að fólk hafi sett siðferðismál hvað mest á oddinn. 22 prósent kjósenda litu á siðferðismál sem mikilvægasta mál kosninganna samkvæmt útgönguspám og kom það sérfræðingum mjög á óvart. Þessir kjósendur litu vart við John Kerry, 79 prósent þeirra kusu Bush en aðeins 18 prósent Kerry. Þetta endurspeglaðist að hluta í úrslitunum í Ohio, en sigur Bush þar réði úrslitum um að hann en ekki John Kerry verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Samkvæmt könnun AP lítur fjórði hver kjósandi í ríkinu svo á að hann hafi frelsast, en þetta trúaða fólk kaus Bush með miklum yfirburðum. Þrefalt fleiri greiddu honum atkvæði en Kerry í ríki þar sem aðeins munaði tveimur prósentustigum þegar upp var staðið. George W. Bush vann kosningarnar með nokkrum mun. Hann fékk 51 prósent atkvæða en Kerry 48 prósent og fékk fleiri kjörmenn nú en fyrir fjórum árum. Þetta kom á óvart í ljósi skoðanakannana sem sýndu ekki marktækan mun á frambjóðendunum og útgönguspár á kjördag sem gaf til kynna að John Kerry væri í sókn og líklegur til að vinna í þremur stærstu óvissuríkjunum; Flórída, Ohio og Pennsylvaníu. Þegar upp var staðið vann hann aðeins í einu þeirra, Pennsylvaníu, sem Al Gore vann fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að Bush ynni þegar upp var staðið öruggari sigur en búist hafði verið við leið drjúgur tími áður en úrslitin voru endanlega ljós. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða og vafaatkvæða í Ohio varð til þess að demókratar gerðu sér vonir fram yfir hádegi í gær að íslenskum tíma um að vinna í Ohio og þar með forsetakosningarnar. Þegar betur skýrðist um hversu mörg atkvæði var að ræða sáu þeir hins vegar að baráttunni væri lokið.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira