Dýrustu kosningar sögunnar 28. október 2004 00:01 Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira