Fjölskylda fær skaðabætur 1. desember 2004 00:01 Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þúsund krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjónustunnar að tilræðismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Talibana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götusölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklingastræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlendingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, segir: "Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyjum við úr hungri." Mohammad Yousuf, yfirmaður Ashiana, þjálfunar- og menntunarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. "Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðingar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnarlömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost." Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þúsund krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjónustunnar að tilræðismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Talibana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götusölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklingastræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlendingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, segir: "Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyjum við úr hungri." Mohammad Yousuf, yfirmaður Ashiana, þjálfunar- og menntunarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. "Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðingar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnarlömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost." Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira