Kúvent í afstöðu til Davíðs 20. september 2004 00:01 Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira