Aukin harka um forsetastólinn 7. september 2004 00:01 Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. Það kvað við nokkuð hvassari tón í ræðu Johns Kerrys í Vestur-Virginíu í gær. Nýir liðsmenn í kosningaliðinu, gömul brýni úr innsta hring Bills Clintons, höfðu greinilega ákveðið að kominn væri tími á örlítið meiri hörku en Kerry hefur sýnt hingað til. Kerry spurði áheyrendur í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár enn þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. „Viljið þið fjögur ár enn af einstrengingslegri utanríkisstefnu sem einangrar Bandaríkin? Þetta er mjög einfalt. Ef þið voruð hrifin af síðustu fjórum árum og viljið fjögur slík í viðbót, þá skuluð þið segja fólki að kjósa George W. Bush því þetta er það sem þið fáið,“ sagði Kerry. Kerry sagði þetta kristallast í einum bókstaf, „W“, og vísaði þar til nafns forsetans, George W. Bush. Hann sagði stafinn standa fyrir „rangt“ (wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir Bandaríkin. Kerry vill kalla bandarískar hersveitir frá Írak á fyrsta kjörtímabili sínu og segir fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Langflestir hermennirnir séu bandarískir og mannfallið sé mest á meðal þeirra. Bandarískir skattgreiðendur borgi auk þess brúsann. Svörin létu ekki á sér standa. George Bush sagði á kosningafundi að Kerry hefði vaknað í gærmorgun með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. „Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd,“ sagði Bush. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. Það kvað við nokkuð hvassari tón í ræðu Johns Kerrys í Vestur-Virginíu í gær. Nýir liðsmenn í kosningaliðinu, gömul brýni úr innsta hring Bills Clintons, höfðu greinilega ákveðið að kominn væri tími á örlítið meiri hörku en Kerry hefur sýnt hingað til. Kerry spurði áheyrendur í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár enn þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. „Viljið þið fjögur ár enn af einstrengingslegri utanríkisstefnu sem einangrar Bandaríkin? Þetta er mjög einfalt. Ef þið voruð hrifin af síðustu fjórum árum og viljið fjögur slík í viðbót, þá skuluð þið segja fólki að kjósa George W. Bush því þetta er það sem þið fáið,“ sagði Kerry. Kerry sagði þetta kristallast í einum bókstaf, „W“, og vísaði þar til nafns forsetans, George W. Bush. Hann sagði stafinn standa fyrir „rangt“ (wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir Bandaríkin. Kerry vill kalla bandarískar hersveitir frá Írak á fyrsta kjörtímabili sínu og segir fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Langflestir hermennirnir séu bandarískir og mannfallið sé mest á meðal þeirra. Bandarískir skattgreiðendur borgi auk þess brúsann. Svörin létu ekki á sér standa. George Bush sagði á kosningafundi að Kerry hefði vaknað í gærmorgun með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. „Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd,“ sagði Bush.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira