Rangt stríð á röngum stað ... 7. september 2004 00:01 Rangt stríð á röngum stað á röngum tíma. Þetta segir John Kerry um stríðið í Írak og gagnrýnir Bush forseta harðlega. Í herbúðum Bush yppta menn öxlum og segja þetta dæmigert fyrir Kerry, sem enn og aftur hefur skipt um skoðun. Kerry hefur ekki áður verið jafn afgerandi og harðorður í málflutningi sínum og þessi nýi tónn er greinileg afleiðing slaks gengi í skoðanakönnunum undanfarið. Kerry sagði á kosningafundi í gær að kjósendur yrðu að gera upp við sig hvort þeir vildu frekar rangar ákvarðanir og ranga stefnu fyrir Bandaríkin, eða áætlun hans um að skapa fleiri störf, styrkja efnahaginn og tryggja aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu. Kerry vill leggja áherslu á þessa þætti í málflutningi sínum en það voru yfirlýsingar hans um stríðið í Írak sem vöktu mesta athygli. Hann sagðist stefna að því að kalla bandarískar hersveitir þaðan á fyrsta kjörtímabili sínu og sagði fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Nokkur hundruð hermenn hér og þar breyttu engu því yfirgnæfandi meirihluti hermanna í Írak væru bandarískir og mannfallið í röðum þeirra langmest. Að auki fengju bandarískir skattgreiðendur sendan reikninginn. Stríðið hefði kostað tvö hundruð milljarða dollara sem ekki væri hægt að eyða í heilbrigðismál, menntakerfið eða nokkuð annað. Í herbúðum Bush gripu menn yfirlýsingar um brotthvarf hermanna frá Írak á lofti og sögðu þær ábyrgðarlausar. Rangt væri að setja tímamörk þar sem enginn vissi hvort þau stæðust. Réttara væri að miða við brotthvarf þegar verkinu væri lokið, auk þess sem yfirlýsingar um brotthvarf gæfu hryðjuverkamönnum í raun forskot. Og Bush gerði gys að Kerry, sagði hann hafa vaknað í gærmorgun með nýjum kosningastjórum og með nýja skoðun á stríðinu í Írak - ekki þá fyrstu. Burtséð frá öllu tali Kerrys hefði stríðið verið rétt fyrir Bandaríkin. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Rangt stríð á röngum stað á röngum tíma. Þetta segir John Kerry um stríðið í Írak og gagnrýnir Bush forseta harðlega. Í herbúðum Bush yppta menn öxlum og segja þetta dæmigert fyrir Kerry, sem enn og aftur hefur skipt um skoðun. Kerry hefur ekki áður verið jafn afgerandi og harðorður í málflutningi sínum og þessi nýi tónn er greinileg afleiðing slaks gengi í skoðanakönnunum undanfarið. Kerry sagði á kosningafundi í gær að kjósendur yrðu að gera upp við sig hvort þeir vildu frekar rangar ákvarðanir og ranga stefnu fyrir Bandaríkin, eða áætlun hans um að skapa fleiri störf, styrkja efnahaginn og tryggja aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu. Kerry vill leggja áherslu á þessa þætti í málflutningi sínum en það voru yfirlýsingar hans um stríðið í Írak sem vöktu mesta athygli. Hann sagðist stefna að því að kalla bandarískar hersveitir þaðan á fyrsta kjörtímabili sínu og sagði fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Nokkur hundruð hermenn hér og þar breyttu engu því yfirgnæfandi meirihluti hermanna í Írak væru bandarískir og mannfallið í röðum þeirra langmest. Að auki fengju bandarískir skattgreiðendur sendan reikninginn. Stríðið hefði kostað tvö hundruð milljarða dollara sem ekki væri hægt að eyða í heilbrigðismál, menntakerfið eða nokkuð annað. Í herbúðum Bush gripu menn yfirlýsingar um brotthvarf hermanna frá Írak á lofti og sögðu þær ábyrgðarlausar. Rangt væri að setja tímamörk þar sem enginn vissi hvort þau stæðust. Réttara væri að miða við brotthvarf þegar verkinu væri lokið, auk þess sem yfirlýsingar um brotthvarf gæfu hryðjuverkamönnum í raun forskot. Og Bush gerði gys að Kerry, sagði hann hafa vaknað í gærmorgun með nýjum kosningastjórum og með nýja skoðun á stríðinu í Írak - ekki þá fyrstu. Burtséð frá öllu tali Kerrys hefði stríðið verið rétt fyrir Bandaríkin.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira