Bush og Kerry nánast jafnir 9. október 2004 00:01 George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum þar sem þeir mættust í Washington háskólanum í St. Louis í gærkvöldi. John Kerry sagði Bush reyna að blekkja bandarísku þjóðina hvað stríðið í Írak varðaði. Hann dró dómgreind Bush í efa og sagði að heimurinn væri ótryggari í dag vegna stríðsins en ella. Bush svaraði um hæl og sagði alla hafa talið að gjöreyðingarvopn væru að finna í Írak, og að hann væri ekki ánægður með að þau hefði ekki fundist. Saddam hefði hins vegar verið ógn sem gott hefði verið að bægja frá. Bush sagði Kerry sífellt slá í og úr um hvort að stríðið í Írak hefði verið réttmætt og Saddam ógn. Svar Kerrys var á þá leið að það hefði ekki verið tilgangurinn með viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna að bola Saddam frá völdum, heldur að tryggja að hann ætti engin gjöreyðingarvopn. Nýjasta skýrsla vopnaeftirlitsmanns Bandaríkjastjórnar sýndi svo að ekki yrði um villst að það hefði tekist. En á meðan reynt hefði verið að steypa Saddam af stóli og koma skikkan á gang mála í Írak hefðu Íran og Norður-Kórea haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Af þeim stafaði meiri hætta en af Írak. Hefðu menn einfaldlega notað áfram diplómatískar aðferðir í Írak hefði það ekki gerst. Að auki hefði mátt þyrma lífum yfir þúsund bandarískra hermanna sem farist hafa í Írak, og spara skattgreiðendum 200 milljarða dollara í fjárútlát vegna stríðsrekstursins. Könnun CNN að loknum kappræðunum leiddi í ljós að Kerry og Bush komu nánast hnífjafnt út. Dagleg könnun Reuters og Zogbi, sem kom út nú á tólfta tímanum, bendir til þess að Kerry gangi örlítið betur en Bush á landsvísu - hafi um prósentustigs forskot. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður, en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og fyrirfram talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum þar sem þeir mættust í Washington háskólanum í St. Louis í gærkvöldi. John Kerry sagði Bush reyna að blekkja bandarísku þjóðina hvað stríðið í Írak varðaði. Hann dró dómgreind Bush í efa og sagði að heimurinn væri ótryggari í dag vegna stríðsins en ella. Bush svaraði um hæl og sagði alla hafa talið að gjöreyðingarvopn væru að finna í Írak, og að hann væri ekki ánægður með að þau hefði ekki fundist. Saddam hefði hins vegar verið ógn sem gott hefði verið að bægja frá. Bush sagði Kerry sífellt slá í og úr um hvort að stríðið í Írak hefði verið réttmætt og Saddam ógn. Svar Kerrys var á þá leið að það hefði ekki verið tilgangurinn með viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna að bola Saddam frá völdum, heldur að tryggja að hann ætti engin gjöreyðingarvopn. Nýjasta skýrsla vopnaeftirlitsmanns Bandaríkjastjórnar sýndi svo að ekki yrði um villst að það hefði tekist. En á meðan reynt hefði verið að steypa Saddam af stóli og koma skikkan á gang mála í Írak hefðu Íran og Norður-Kórea haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Af þeim stafaði meiri hætta en af Írak. Hefðu menn einfaldlega notað áfram diplómatískar aðferðir í Írak hefði það ekki gerst. Að auki hefði mátt þyrma lífum yfir þúsund bandarískra hermanna sem farist hafa í Írak, og spara skattgreiðendum 200 milljarða dollara í fjárútlát vegna stríðsrekstursins. Könnun CNN að loknum kappræðunum leiddi í ljós að Kerry og Bush komu nánast hnífjafnt út. Dagleg könnun Reuters og Zogbi, sem kom út nú á tólfta tímanum, bendir til þess að Kerry gangi örlítið betur en Bush á landsvísu - hafi um prósentustigs forskot. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður, en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og fyrirfram talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“