Eins og að hitta gamlan vin 15. september 2004 00:01 "Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri. Tækni Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
"Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri.
Tækni Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira