
Valur og Fylkir unnu slagina um borgina
Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur vann 6-1 sigur á nágrönnum sínum í KR á meðan Fylkir vann Þrótt Reykjavík 3-0.
Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur vann 6-1 sigur á nágrönnum sínum í KR á meðan Fylkir vann Þrótt Reykjavík 3-0.
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur átti fínan leik í kvöld þegar Keflvíkingar unnu baráttuna um Reykjanesbæ gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni er liðin mættust í Dominos-deildinni, lokatölur 77-90.
Oluwafikayomi Oluwadamilola - eða einfaldlega Fikayo - Tomori er genginn í raðir AC Milan á láni frá Chelsea út tímabilið. Að láninu loknu getur Mílanó-liðið fest kaup á varnarmanninum fyrir 25 milljónir punda.
Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp eitt marka Lyon í 5-0 útisigri á Paris FC í dag. Sigurinn lyftir Lyon aftur upp í toppsæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Paris Saint-Germain á leik til góða og getur því náð toppsætinu á nýjan leik.
Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans.
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega.
Þór Þorlákshöfn vann óvæntan 11 stiga sigur á Stjörnunni í Garðabænum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 100-111 í mögnuðum leik. Var þetta fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu.
Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi.
Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld.
Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri.
„Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi.
Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld, var ansi svekktur með tapið gegn Frökkum á HM í Egyptalandi.
Íslenska landsliðið bauð upp á miklu fleiri langskot og hraðaupphlaup á móti sterkum Frökkum en náði ekki að halda út á síðustu átján mínútum leiksins og varð að sætta sig við tap.
Egyptaland á góða möguleika á að komast í 8-liða úrslit á HM í handbolta eftir öruggan níu marka sigur á Hvít-Rússum í dag, 35-26.
Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands.
Þorsteinn Finnbogason hefur eflaust verið svekktur eftir naumt tap með Álftanesi gegn Fjölni í 1. deildinni í körfubolta. Eftir leik biðu hans svo ljót skilaboð í símanum.
Portúgal hafði betur gegn Sviss, 33-29, með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins í milliriðli Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi í dag.
„Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum.
Kongó vann sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti karla í handbolta frá upphafi þegar liðið sigraði Angóla, 31-32, í Forsetabikarnum á HM í Egyptalandi í gær.
Það voru kannski bara þrír leikir á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði ekki tilþrifin og þeir LeBron James, Donovan Mitchell og RJ Barrett hafa allir ekki skorað meira í einum leik í vetur.
Franska landsliðið hefur unnið fjölda titla á stórmótum á þessari öld en liðið í dag getur ekki státað sig af því að vera handhafi neinna þeirra.
Manchester City þarf að spjara sig án síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne, næsta mánuðinn að minnsta kosti.
Í dag 22. janúar eru liðin fimmtán ár síðan að Kobe Bryant skoraði 81 stig í einum og sama leiknum í NBA-deildinni í körfubolta.
Guðmundur Guðmundsson gerir þrjár breytingar á hópi íslenska handboltalandsliðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi í milliriðli III á HM í Egyptalandi í dag.