UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 10:33 Það rigndi á stelpurnar okkar á æfingu í gær en í dag er búist við miklum hita og sól í Thun. Samsett;Anton/UEFA Vegna þess hve miklum hita er spáð í Sviss í dag, á fyrsta degi Evrópumóts kvenna í fótbolta, hefur Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) brugðið til þess ráðs að breyta reglum á leikjum dagsins. Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira