Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 09:00 Þorsteinn landsliðsþjálfari á síðustu æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik sinn á EM kvenna í Sviss. Ísland mætir Finnlandi í dag klukkan fjögur. Ísland og Finnland mætast í fyrsta leik EM í fótbolta í Sviss í dag. Þjálfarar beggja liða eru sammála um að mikilvægi góðra úrslita strax í fyrsta sé gífurlegt. Finnarnir reyndu að varpa pressunni yfir á Íslendinga á blaðamannafundi í gær. Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Liðin mætast á Stockhorn leikvanginum í Thun klukkan fjögur í dag í fyrsta leik mótsins í A-riðli sem inniheldur einnig lið heimakvenna frá Sviss og svo landslið Noregs. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins og því mikilvægi hvers leiks fyrir sig gífurlegt. Um það eru þjálfarar beggja liða sammála. „Auðvitað eru þetta náttúrulega bara þrír leikir og þeir skipta allir gríðarlega miklu máli og fyrsti leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli varðandi framhaldið og allt það og auðvitað erum við bara að hugsa um það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í gær. „Við erum bara fara inn í þennan leik til þess að vinna hann og ekkert annað. Munum gera allt til þess að reyna vinna þennan leik, fá sem mest út úr honum. Það er markmiðið en svo sjáum við bara til hvað kemur út úr því en auðvitað er fyrsti leikur alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn og allt það.“ Klippa: Fyrsti leikur gríðarlega mikilvægur Sigur væri stórt skref Kollegi Þorsteins hjá finnska landsliðinu, Marko Saloranta, tók í svipaðan streng á sínum blaðamannafundi aðspurður um mikilvægi leiksins. „Það væri mjög mikilvægt að ná strax í þrjú stig. Ég býst við því að ekkert eitt lið í þessum riðli fari upp með níu stig. Jafn riðill, þrjú stig væri frábær byrjun og myndi vera stórt skref upp á aðra leiki í riðlinum að gera.“ Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi í gærVísir/Anton Brink Sálfræðistríðið hafið? Segja mætti að finnska liðið væri, með þeirri nálgun sinni á blaðamannafundinum að segja að Ísland kæmi inn í leikinn sem líklegra liðið, að hefja eins konar sálfræðistríð og reyna varpa pressunni yfir á Ísland fyrir leik. Natalia Kuikka og Marko Saloranta eru fyrirliði og þjálfari finnska landsliðsins. Þau sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Thun, degi fyrir fyrsta leik EM þar sem Finnland og Ísland mætast.vísir/Anton „Auðvitað er þetta ákveðinn talsmáti sem þær eru að nota en ég veit alveg að þær eru að fara inn í þennan leik og leggja mikla áherslu á það að ætla vinna Ísland,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um það. Hann gat alveg tekið undir það að Ísland kæmi inn í leik dagsins sem líklegra liðið. „Ef við horfum á stöður og annað, hvað við höfum gert á síðustu árum þá er ekkert óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekkert og erum bara að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Þannig munum við nálgast þennan leik. En við gerum okkur alveg fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott lið, mjög vinnusamt lið. Við þurfum að vera mjög sterk í návígum og það þarf að vera mikil vinnsla hjá okkur því það er mikil hlaupageta í finnska liðinu. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira