„Einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. júní 2025 19:31 Bakvarðateymi Stjörnunnar, Hilmar Smári og Ægir Þór Steinarsson, var magnað í úrslitakeppninni. Vísir/Hulda Margrét Hilmar Smári Henningsson og Ægir Þór Steinarson hafa skrifað undir nýjan samning hjá Stjörnunni eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Stefán Árni Pálsson var á fréttamannafundi Stjörnunnar og talaði við þá. „Þessi vetur er búinn að vera einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í sem leikmaður. Þetta er það sem við erum að leitast eftir að gera aftur, og mér líður mjög vel,“ sagði Hilmar. „Maður er ekki að fara inn í nýtt lið eða nýtt kerfi, sem er þægilegt. Maður er bara mjög spenntur, okkur gekk vel núna og ég er spenntur fyrir því að byggja ofan á því sem við erum búnir að búa til nú þegar,“ sagði Hilmar. Hilmar fékk tilboð frá öðrum liðum bæði erlendis og hér heima á Íslandi en segist ekki mikið hafa skoðað þau tilboð. „Nei í rauninni ekki, allavega ekki hérlendis. Það fór aldrei milli mála að ég myndi halda áfram í Stjörnunni, allavega hérlendis,“ sagði Hilmar. Hilmar hefur þó enn möguleika að fara út á miðju tímabili, ef eitthvað spennandi kemur á hans borð. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ræða, að sjálfsögðu er það alltaf draumurinn að fara út. Báðir aðilar vita af stöðunni,“ sagði Hilmar. „Ætlum að sækja titilinn aftur“ Ægir Þór vill halda áfram að vinna titla með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson sagðist allan tímann vera viss um hvað hann vildi gera, og það var að vera áfram í Stjörnunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Tilfinningin er ekki að við séum að verja titilinn, heldur ætlum við að sækja hann aftur,“ sagði Ægir. „Það meikar ekkert annað sens, heldur en að vera partur af þessu liði, þessu teymi og þessum leikmönnum em voru fyrir. Til þess að fara sækja þennan titil aftur. Ég var bara einbeittur af því að koma hingað aftur og að semja um það,“ sagði Ægir. Stjarnan hefur þó misst nokkra leikmenn, en þeir ætla að reyna að fylla í þau skörð með öðrum leikmönnum. „Já það er planið. Það er skiljanlegt að þú missir einhverja leikmenn, sérstaklega leikmenn sem eiga skilið tækifæri eins og Júlíus og Kristján. Við sjáum eftir þeim, þeir eru stór partur af okkar liðsheild. Við erum mjög einbeittir af því að finna hvað við getum bætt við og að halda þessari uppskrift sem gekk vel,“ sagði Ægir. Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
„Þessi vetur er búinn að vera einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í sem leikmaður. Þetta er það sem við erum að leitast eftir að gera aftur, og mér líður mjög vel,“ sagði Hilmar. „Maður er ekki að fara inn í nýtt lið eða nýtt kerfi, sem er þægilegt. Maður er bara mjög spenntur, okkur gekk vel núna og ég er spenntur fyrir því að byggja ofan á því sem við erum búnir að búa til nú þegar,“ sagði Hilmar. Hilmar fékk tilboð frá öðrum liðum bæði erlendis og hér heima á Íslandi en segist ekki mikið hafa skoðað þau tilboð. „Nei í rauninni ekki, allavega ekki hérlendis. Það fór aldrei milli mála að ég myndi halda áfram í Stjörnunni, allavega hérlendis,“ sagði Hilmar. Hilmar hefur þó enn möguleika að fara út á miðju tímabili, ef eitthvað spennandi kemur á hans borð. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ræða, að sjálfsögðu er það alltaf draumurinn að fara út. Báðir aðilar vita af stöðunni,“ sagði Hilmar. „Ætlum að sækja titilinn aftur“ Ægir Þór vill halda áfram að vinna titla með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson sagðist allan tímann vera viss um hvað hann vildi gera, og það var að vera áfram í Stjörnunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Tilfinningin er ekki að við séum að verja titilinn, heldur ætlum við að sækja hann aftur,“ sagði Ægir. „Það meikar ekkert annað sens, heldur en að vera partur af þessu liði, þessu teymi og þessum leikmönnum em voru fyrir. Til þess að fara sækja þennan titil aftur. Ég var bara einbeittur af því að koma hingað aftur og að semja um það,“ sagði Ægir. Stjarnan hefur þó misst nokkra leikmenn, en þeir ætla að reyna að fylla í þau skörð með öðrum leikmönnum. „Já það er planið. Það er skiljanlegt að þú missir einhverja leikmenn, sérstaklega leikmenn sem eiga skilið tækifæri eins og Júlíus og Kristján. Við sjáum eftir þeim, þeir eru stór partur af okkar liðsheild. Við erum mjög einbeittir af því að finna hvað við getum bætt við og að halda þessari uppskrift sem gekk vel,“ sagði Ægir.
Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira