„Heilt yfir var ég bara sáttur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2025 19:06 Þorsteinn á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson er ósammála flestum og fannst Ísland gera margt gott í tapinu gegn Finnlandi. Hann segir hundfúlt að hafa tapað en mótið ekki búið og nú þurfi bara að spýta í lófana. „Byrjuðum leikinn illa, vorum í vandræðum í fyrri hálfleik… Mér fannst við koma fínt inn í seinni hálfleikinn og vorum hægt og rólega að ná tökum á þessu. Auðvitað varð þetta erfitt eftir að við urðum manni færri en mér fannst liðið spila vel eftir það. Heilt yfir var ég bara sáttur, að mörgu leiti. Eftir að við urðum manni færri höfum við auðvitað engu að tapa og þá fannst mér meiri kraftur koma í okkur og meira þor. En auðvitað er alltaf hundfúlt að tapa á svona móti og í svona jöfnum leik. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er bara fyrsti leikurinn og við þurfum bara að halda áfram, vinna aðeins betur í hlutum og koma sterkari inn í næsta leik“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. Fyrirliðinn Glódís Perla þurfti að víkja af velli í hálfleik eftir að hafa tvisvar sest í grasið í fyrri hálfleik. Hún er með magakveisu og Þorsteinn sagðist ekki viss um að hún spili næsta leik. Þorsteinn sá ekki brotið sem átti sér stað þegar Hildur Antonsdóttur var rekin af velli í seinni hálfleik og gat ekki lagt mat sitt á þann dóm. Hann lagði hins vegar mat sitt á möguleika Íslands á mótinu. Sviss og Noregur eiga eftir að mætast innbyrðis en ljóst er að Ísland er stigalaust eftir fyrsta leik og Finnland með þrjú stig. Sex stig eru eftir í pottinum og líklega mun minnst fjögur þurfa til að komast áfram. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki búið, við eigum eftir að spila tvo leiki og auðvitað var þetta ekki byrjunin sem við vildum, gerum okkur alveg fulla grein fyrir því. Við mættum ekki inn í þennan leik með það hugarfar að við myndum tapa og allt það, við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að þora að verjast af krafti og ekki falla af þeim, stíga fram á við og verjast fram á við“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
„Byrjuðum leikinn illa, vorum í vandræðum í fyrri hálfleik… Mér fannst við koma fínt inn í seinni hálfleikinn og vorum hægt og rólega að ná tökum á þessu. Auðvitað varð þetta erfitt eftir að við urðum manni færri en mér fannst liðið spila vel eftir það. Heilt yfir var ég bara sáttur, að mörgu leiti. Eftir að við urðum manni færri höfum við auðvitað engu að tapa og þá fannst mér meiri kraftur koma í okkur og meira þor. En auðvitað er alltaf hundfúlt að tapa á svona móti og í svona jöfnum leik. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er bara fyrsti leikurinn og við þurfum bara að halda áfram, vinna aðeins betur í hlutum og koma sterkari inn í næsta leik“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. Fyrirliðinn Glódís Perla þurfti að víkja af velli í hálfleik eftir að hafa tvisvar sest í grasið í fyrri hálfleik. Hún er með magakveisu og Þorsteinn sagðist ekki viss um að hún spili næsta leik. Þorsteinn sá ekki brotið sem átti sér stað þegar Hildur Antonsdóttur var rekin af velli í seinni hálfleik og gat ekki lagt mat sitt á þann dóm. Hann lagði hins vegar mat sitt á möguleika Íslands á mótinu. Sviss og Noregur eiga eftir að mætast innbyrðis en ljóst er að Ísland er stigalaust eftir fyrsta leik og Finnland með þrjú stig. Sex stig eru eftir í pottinum og líklega mun minnst fjögur þurfa til að komast áfram. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki búið, við eigum eftir að spila tvo leiki og auðvitað var þetta ekki byrjunin sem við vildum, gerum okkur alveg fulla grein fyrir því. Við mættum ekki inn í þennan leik með það hugarfar að við myndum tapa og allt það, við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að þora að verjast af krafti og ekki falla af þeim, stíga fram á við og verjast fram á við“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira