Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum. Á þessum tíma rak ég Hjólakraft, ungmennastarf í hjólreiðum sem hafði það að markmiði útvega börnum og unglingum, sem jafnan voru ekki að finna sig í hefðbundnu skólastarfi, vettvang til að finna sína köllun í gegnum hjólreiðar. Mér fannst litla barnið mitt, Hjólakraftur, efla lýðheilsu barna og ungmenna en viðraði óspart að það væri óheilbrigt að æfa rafíþróttir. Nokkru síðar fékk ég smá kynningu á rafíþróttum og ég áttaði mig á því að það að æfa rafíþróttir er bara alls ekki það að sitja inni í loftlausu herbergi, þambandi orkudrykki að spila einhverja skotleiki. Bara hreint ekki! Það er margt sem til dæmis Hjólakraftur og rafíþróttafélögin eiga sameiginlegt. Fyrst má kannski nefna að þetta snýst um samfélag - það að tilheyra. Líklega er það ein dýrmætasta tilfinning sem við getum fundið. Margir sem æfa rafíþróttir hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttum og því er mikilvægt að finna félagsskap sem tekur vel á móti fólki. Í öðru lagi má nefna það, sem ég hafði engan veginn séð fyrir mér, að þeir sem æfa rafíþróttir þurfa að fara út í hreyfingu á æfingum!! Hverjum hefði dottið það í hug?? Það er magnað að heyra að krakkar séu að fara á rafíþróttaæfingu en þurfi að klæða sig eftir veðri og að þau séu með harðsperrur eftir æfingu. Það finnst mér eiginlega alveg geggjað. Í þriðja lagi, og það skiptir líka miklu máli, þá hafa rafíþróttafélögin lagt gríðarlega áherslu á næringu iðkenda. Þau vilja að iðkendur hugi að næringunni og séu ekki að ofnota orkudrykki og jafnvel helst ekki að nota þá. Allir þessir hlutir sem ég hef talið hér upp hafa fengið mig til þess að hrífast frekar af því samfélagi sem rafíþróttasamfélagið er og losað mig undan þeim fordómum sem ég var heldur betur fullur af. Ég bókstaflega hataði rafíþróttir! Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munum við í Framsókn leggja fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að borgarstjórn skipi stýrihóp um rafíþróttir í Reykjavík sem hafi það verkefni að móta stefnu Reykjavíkurborgar í rafíþróttum. Greinargerð með tillögunni: Á undanförnum árum hafa rafíþróttir rutt sér til rúms á Íslandi sem ný íþróttahreyfing. Sú hreyfing hefur, líkt og aðrar íþróttahreyfingar, það að markmiði að stuðla að betri heilsu og andlegri líðan barna. Með þessum áherslum hafa rafíþróttafélög hér á landi náð að laða til sín um 3500 iðkendur á grunnskólaaldri um allt land. Fulltrúar félaga sem starfrækja rafíþróttadeildir hafa bent á að það sé afar jákvætt að flestir þessara iðkenda séu börn sem hafa sýnt lítinn áhuga á þátttöku í öðru hefðbundnu íþróttastarfi. Rafíþróttir virki því fyrir fjölda barna sem ekki hafa fundið sig í öðru skipulögðu íþróttastarfi og þannig stuðli rafíþróttir að bættri lýðheilsu barna sem íþróttahreyfingin hefur hingað til ekki náð til. Tvö íþróttafélög starfrækja rafíþróttadeildir, Fylkir og Ármann, og KR starfrækti rafíþróttadeild um tíma en hætti þeim rekstri vegna þess að frekari fjárstuðnings var þörf. Það er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að jafnræði eigi að ríkja á milli íþróttagreina þegar kemur að stuðningi borgarinnar við íþróttir barna. Þess vegna er brýnt að Reykjavíkurborg taki málið föstum tökum og móti stefnu í málefnum rafíþrótta. Styðjum við rafíþróttir Við í Framsókn vonum að borgarfulltrúar átti sig á mikilvægi þess að rafíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Það er amk engin augljós ástæða til þess að Reykjavíkurborg marki sér ekki stefnu varðandi þessa grein, enda stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir því að keppt er í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Rafíþróttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum. Á þessum tíma rak ég Hjólakraft, ungmennastarf í hjólreiðum sem hafði það að markmiði útvega börnum og unglingum, sem jafnan voru ekki að finna sig í hefðbundnu skólastarfi, vettvang til að finna sína köllun í gegnum hjólreiðar. Mér fannst litla barnið mitt, Hjólakraftur, efla lýðheilsu barna og ungmenna en viðraði óspart að það væri óheilbrigt að æfa rafíþróttir. Nokkru síðar fékk ég smá kynningu á rafíþróttum og ég áttaði mig á því að það að æfa rafíþróttir er bara alls ekki það að sitja inni í loftlausu herbergi, þambandi orkudrykki að spila einhverja skotleiki. Bara hreint ekki! Það er margt sem til dæmis Hjólakraftur og rafíþróttafélögin eiga sameiginlegt. Fyrst má kannski nefna að þetta snýst um samfélag - það að tilheyra. Líklega er það ein dýrmætasta tilfinning sem við getum fundið. Margir sem æfa rafíþróttir hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttum og því er mikilvægt að finna félagsskap sem tekur vel á móti fólki. Í öðru lagi má nefna það, sem ég hafði engan veginn séð fyrir mér, að þeir sem æfa rafíþróttir þurfa að fara út í hreyfingu á æfingum!! Hverjum hefði dottið það í hug?? Það er magnað að heyra að krakkar séu að fara á rafíþróttaæfingu en þurfi að klæða sig eftir veðri og að þau séu með harðsperrur eftir æfingu. Það finnst mér eiginlega alveg geggjað. Í þriðja lagi, og það skiptir líka miklu máli, þá hafa rafíþróttafélögin lagt gríðarlega áherslu á næringu iðkenda. Þau vilja að iðkendur hugi að næringunni og séu ekki að ofnota orkudrykki og jafnvel helst ekki að nota þá. Allir þessir hlutir sem ég hef talið hér upp hafa fengið mig til þess að hrífast frekar af því samfélagi sem rafíþróttasamfélagið er og losað mig undan þeim fordómum sem ég var heldur betur fullur af. Ég bókstaflega hataði rafíþróttir! Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munum við í Framsókn leggja fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að borgarstjórn skipi stýrihóp um rafíþróttir í Reykjavík sem hafi það verkefni að móta stefnu Reykjavíkurborgar í rafíþróttum. Greinargerð með tillögunni: Á undanförnum árum hafa rafíþróttir rutt sér til rúms á Íslandi sem ný íþróttahreyfing. Sú hreyfing hefur, líkt og aðrar íþróttahreyfingar, það að markmiði að stuðla að betri heilsu og andlegri líðan barna. Með þessum áherslum hafa rafíþróttafélög hér á landi náð að laða til sín um 3500 iðkendur á grunnskólaaldri um allt land. Fulltrúar félaga sem starfrækja rafíþróttadeildir hafa bent á að það sé afar jákvætt að flestir þessara iðkenda séu börn sem hafa sýnt lítinn áhuga á þátttöku í öðru hefðbundnu íþróttastarfi. Rafíþróttir virki því fyrir fjölda barna sem ekki hafa fundið sig í öðru skipulögðu íþróttastarfi og þannig stuðli rafíþróttir að bættri lýðheilsu barna sem íþróttahreyfingin hefur hingað til ekki náð til. Tvö íþróttafélög starfrækja rafíþróttadeildir, Fylkir og Ármann, og KR starfrækti rafíþróttadeild um tíma en hætti þeim rekstri vegna þess að frekari fjárstuðnings var þörf. Það er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að jafnræði eigi að ríkja á milli íþróttagreina þegar kemur að stuðningi borgarinnar við íþróttir barna. Þess vegna er brýnt að Reykjavíkurborg taki málið föstum tökum og móti stefnu í málefnum rafíþrótta. Styðjum við rafíþróttir Við í Framsókn vonum að borgarfulltrúar átti sig á mikilvægi þess að rafíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Það er amk engin augljós ástæða til þess að Reykjavíkurborg marki sér ekki stefnu varðandi þessa grein, enda stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir því að keppt er í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar