Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 22:05 Arnar Pétursson sýndi staðinn þar sem hann tók þrjú skref utan brautar í tíu kílómetra hlaupi og var dæmdur úr leik. @arnarpeturs Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjá meira
Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjá meira