„Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 08:03 Tinna Mark Antonsdóttir og Kristianstad-stelpurnar hennar. Hlín Eiríksdóttir flutti reyndar í vetur, til Leicester, en Guðný Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru fastagestir á heimili Tinnu. KSÍ „Hún sér alltaf um mig, sama hvar það er,“ segir Guðný Árnadóttir um eina af fólkinu á bakvið tjöldin sem fylgir íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á EM. „Tinnu mömmu“ sem passar svo vel upp á Kristianstad-hópinn sinn. Ísland hefur keppni á EM í dag klukkan 16 með leik við Finna í A-riðli. Hvert smáatriði getur skipt sköpum á svona móti og þó að stærri þjóðir séu með stærra teymi, þá er Ísland með mjög öflugan hóp fólks sem starfar í kringum stelpurnar okkar. Einn af þremur sjúkraþjálfurum landsliðsins á EM er Tinna Mark Antonsdóttir sem margar í hópnum þekkja afar vel frá Kristianstad í Svíþjóð. Þangað flutti Tinna fyrst þegar maðurinn hennar, Ólafur Guðmundsson landsliðsmaður í handbolta, fékk samning þar fyrir um þrettán árum. Heimili þeirra hefur síðan, fyrir utan nokkur ár í öðrum löndum, verið opið fyrir íslenskar landsliðskonur. Guðný, Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir nóta góðs af því sem leikmenn Kristianstad í dag, og Hlín Eiríksdóttir var þar þangað til Leicester keypti hana í byrjun árs. „Búum eiginlega heima hjá henni“ Guðný segir Tinnu sjá alveg sérstaklega um stelpurnar: „Það er þannig. Hún er „Tinna mamma“ og sér alveg um okkur. Við búum eiginlega heima hjá henni. Við erum bara alltaf þar. Svo er hún að hugsa um okkur þegar við erum meiddar. Við erum hjá henni í mat og bara allt. Heimilið hennar er eiginlega heimilið okkar,“ sagði Guðný við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Sviss. Og hún er hæstánægð með að hafa núna Tinnu í landsliðinu einnig: „Það er mjög gott fyrir okkur. Við erum nokkrar dætur hennar hérna þannig að það er mjög gott.“ Klippa: „Búum eiginlega heima hjá henni“ „Ætlum okkur að gera þetta saman hér“ Guðný gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliði Íslands í dag en viðurkennir að samkeppnin sé hörð í bakvarðastöðunum: „Ég er búin að vera að glíma við smávægileg meiðsli fram að móti, þannig að ég er að vona að ég verði orðin góð. Mér líður ótrúlega vel hér, vellirnir eru geggjaðir þannig að mér líður bara vel í líkamanum akkúrat núna. Ég er bara glöð að vera komin á þann stað núna að líða vel og vona auðvitað alltaf að ég fái að spila, en það er mikil samkeppni í hópnum og við ætlum okkur að gera þetta saman hér,“ sagði Guðný eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir „Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32 Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32 Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. 1. júlí 2025 14:02 Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Engin meiðsli eða veikindi eru í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrsta leik á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í Sviss. 1. júlí 2025 16:09 Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins. 1. júlí 2025 12:02 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Ísland hefur keppni á EM í dag klukkan 16 með leik við Finna í A-riðli. Hvert smáatriði getur skipt sköpum á svona móti og þó að stærri þjóðir séu með stærra teymi, þá er Ísland með mjög öflugan hóp fólks sem starfar í kringum stelpurnar okkar. Einn af þremur sjúkraþjálfurum landsliðsins á EM er Tinna Mark Antonsdóttir sem margar í hópnum þekkja afar vel frá Kristianstad í Svíþjóð. Þangað flutti Tinna fyrst þegar maðurinn hennar, Ólafur Guðmundsson landsliðsmaður í handbolta, fékk samning þar fyrir um þrettán árum. Heimili þeirra hefur síðan, fyrir utan nokkur ár í öðrum löndum, verið opið fyrir íslenskar landsliðskonur. Guðný, Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir nóta góðs af því sem leikmenn Kristianstad í dag, og Hlín Eiríksdóttir var þar þangað til Leicester keypti hana í byrjun árs. „Búum eiginlega heima hjá henni“ Guðný segir Tinnu sjá alveg sérstaklega um stelpurnar: „Það er þannig. Hún er „Tinna mamma“ og sér alveg um okkur. Við búum eiginlega heima hjá henni. Við erum bara alltaf þar. Svo er hún að hugsa um okkur þegar við erum meiddar. Við erum hjá henni í mat og bara allt. Heimilið hennar er eiginlega heimilið okkar,“ sagði Guðný við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Sviss. Og hún er hæstánægð með að hafa núna Tinnu í landsliðinu einnig: „Það er mjög gott fyrir okkur. Við erum nokkrar dætur hennar hérna þannig að það er mjög gott.“ Klippa: „Búum eiginlega heima hjá henni“ „Ætlum okkur að gera þetta saman hér“ Guðný gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliði Íslands í dag en viðurkennir að samkeppnin sé hörð í bakvarðastöðunum: „Ég er búin að vera að glíma við smávægileg meiðsli fram að móti, þannig að ég er að vona að ég verði orðin góð. Mér líður ótrúlega vel hér, vellirnir eru geggjaðir þannig að mér líður bara vel í líkamanum akkúrat núna. Ég er bara glöð að vera komin á þann stað núna að líða vel og vona auðvitað alltaf að ég fái að spila, en það er mikil samkeppni í hópnum og við ætlum okkur að gera þetta saman hér,“ sagði Guðný eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir „Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32 Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32 Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. 1. júlí 2025 14:02 Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Engin meiðsli eða veikindi eru í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrsta leik á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í Sviss. 1. júlí 2025 16:09 Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins. 1. júlí 2025 12:02 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
„Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32
Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32
Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. 1. júlí 2025 14:02
Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Engin meiðsli eða veikindi eru í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrsta leik á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í Sviss. 1. júlí 2025 16:09
Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins. 1. júlí 2025 12:02