„Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 07:02 Glódís Perla Viggósdóttir er hundrað prósent klár í slaginn við Finna í dag vísir/Anton Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun feta nýjan stíg í dag er hún leiðir íslenska landsliðið inn á völlinn í fyrsta skipti á stórmóti. Hún segir að um stóra stund fyrir sig sé að ræða. Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira