Rafíþróttir

Rafíþróttir

Umfjöllun um Vodafone deildina og rafíþróttir á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi

Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi

Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Íslenskur keppandi í ævilangt bann

Íslenskur keppandi í tölvuleiknum Overwatch hefur verið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands, RÍSÍ. Umræddur keppandi dreifði nektarmyndum öðrum keppanda, en myndirnar voru teknar áður en sá varð lögráða, sem gerir málið enn alvarlegra.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu

Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.