Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Orðin dýrust í sögu kvennaboltans

London City Lionesses hafa keypt frönsku landsliðskonuna Grace Geyoro frá Paris Saint-Germain fyrir metverð. London City greiddi 1,4 milljón punda fyrir Geyoro sem er dýrasti leikmaður í sögu kvennaboltans.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“

Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Levy var neyddur til að hætta

Tottenham tilkynnti í gær að stjórnarformaðurinn Daniel Levy hefði óvænt sagt starfi sínu lausu hjá Tottenham og væri hættur eftir að hafa verið hæstráðandi hjá félaginu í 25 ár. Nú vita menn meira um það sem gekk á bak við tjöldin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sunnu­dags­messan: Fylltu í eyðurnar

Liðurinn „Fylltu í eyðurnar“ var á sínum stað í Sunnudagsmessunni þegar 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar var gerð upp. Kjartan Atli Kjartansson var þáttastjórnandi og með honum voru Albert Brynjar Ingason og Bjarni Guðjónsson.

Enski boltinn
Fréttamynd

Biturðin lak af til­kynningu um Isak

Talsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle voru ekkert að hafa fyrir því að þakka Alexander Isak fyrir vel unnin störf, í aðeins 37 orða tilkynningu um að hann hefði verið seldur til Liverpool.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pressan gríðar­leg eftir eyðslu sumarsins

Englandsmeistarar Liverpool létu svo sannarlega til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Tvívegis var metið yfir dýrasta leikmann Bretlandseyja slegið og þá var gengið frá kaupum á fleiri öflugum mönnum. Vissulega voru leikmenn seldir til að vega upp á mótið eyðslunni en markmið félagsins er skýrt það sem eftir lifir tímabils.

Enski boltinn
Fréttamynd

Isak dýrastur í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

Englandsmeistarar Liverpool hafa formlega tilkynnt Alexander Isak sem nýjasta leikmann félagsins. Sænski landsliðsmaðurinn kostar 125 milljónir punda, nærri 21 milljarð íslenskra króna. Er hann nú dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn