Lífið

Hve­nær má byrja að spila jóla­lög?

Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar.

Lífið

Stíl­hrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heið­mörk

Við Maríugötu í Urriðaholti er að finna bjarta 120 fermetra íbúð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 2021. Íbúðin er vel skipulögð og innréttuð af mikilli natni og smekkvísi þar sem fagurfræði ræður ríkjum. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Lífið

„Get ekki gengið ó­studd og fram­undan er mikil endur­hæfing“

Ósk Gunnarsdóttir, markaðs- og viðburðastýra og últrarhlaupari, greinir frá því að hún hafi vaknað aðfaranótt laugardags með svima og dofa í hægri hlið líkamans. Hún getur enn ekki gengið óstudd og dvelur nú á taugalækningadeild Landspítalans. Frá þessu greinir hún á samfélagsmiðlum.

Lífið

Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons

Fulltrúar góðgerðafélaga komu saman á árlegri uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í síðustu viku. Í ár söfnuðust alls 326.709.581 króna sem er met í áheitasöfnun. Heildarupphæð áheita sem safnast hafa í Reykjavíkurmaraþonum Íslandsbanka hefur því náð yfir tvo milljarða króna en áheitasöfnun hófst árið 2006.

Lífið

„Al­vöru“ jóla­sveinn gisti á Hótel Rangá

Starfsfólki á Hótel Rangá var nokkuð brugðið í þegar fullskapaður jólasveinn mætti á hótelið í sínum skrúða til að dvelja þar í nokkrar nætur. Um er að ræða jólasvein frá Bandaríkjunum, sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fagnaðar fundur urðu þegar Kjötkrókur hitti þann ameríska.

Lífið

Fasteignasalar og ofurskvísur í Októ­ber­fest stemningu

Það var líf og fjör í reiðhöll Hestamannafélagsins Mána í Keflavík á dögunum þegar Góðgerðarfest Blue Car var haldin í sjötta sinn. Kvöldið var fjölmennasta til þessa en um þúsund manns tóku þátt í að safna um þrjátíu milljónum króna til góðgerðamála.

Lífið

Eitt glæsi­legasta hús Reykja­víkur til sölu

Við Öldugötu í miðborg Reykjavíkur stendur tæplega 400 fermetra einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1927. Húsið er steinað að utan með Hrafntinnu og Silfurbergi og telst eitt glæsilegasta og virðulegasta hús borgarinnar. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið

Hvað þýðir „six-seven“?

Frasinn „six-seven“ hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi meðal ungmenna á samfélagsmiðlinum TikTok og í daglegu tali þeirra. Hann hefur ekki skýra eða fastmótaða merkingu, en er oft notaður til að vekja athygli. Þrátt fyrir þetta hefur trendið breiðst frá TikTok inn í skólastofur víða um heim. En hvað þýðir þetta í raun?

Lífið

Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svo­lítið kreisí“

Svo mikil aðsókn og troðningur var á sýningu í Stykkishólmi á laugardaginn að listakonan ætlar að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næstu sýningu. Eftirspurn var mikil og dæmi um að hlutir hafi brotnað í troðningnum. Listakonan segir líklega tilefni til að hækka verðið á verkum sínum.

Lífið

Pétur Kr. og Ingi­björg selja 270 fer­metra eign við Ægi­síðu

Pétur Kristján Hafstein, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi, og eiginkona hans, Ingibjörg Ásta Hafstein, hafa sett glæsilega 270 fermetra eign við Ægisíðu á sölu. Eignin er jafnframt skráð á son þeirra, Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknara. Ásett verð er 270 milljónir króna.

Lífið

Barist upp á líf og dauða

Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum.

Lífið

Lang­þráður draumur verður að veru­leika

Hjónin Sólbjört Sigurðardóttir, leikkona, dansari og flugfreyja, og Einar Stefánsson, markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Reon og tónlistarmaður, eiga von á sínu öðru barni næsta vor. Þau tilkynntu gleðitíðindin í sameiginlegri færslu á Instagram

Lífið

Sam­særis­kenningar notaðar sem stjórn­tæki

Rússnesk stjórnvöld hafa lengi málað upp gagnrýnisraddir innanlands sem handbendi erlendra óvina, fyrst og fremst Vesturlanda. Samsæriskenningar eru þannig notaðar sem stjórntæki í Rússlandi til að móta sýn heillar þjóðar.

Lífið

Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“

Konur komu, sáu og sigruðu þessa vikuna. Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og lögðu um fimmtíu þúsund manns niður störf sín í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Um helgina var mikið um veisluhöld þar sem ástinni var fagnað í brúðkaupum, afmælum og árshátíðum stórfyrirtækja.

Lífið

Betra að vera blankur nemi í New York

„Ég man þegar ég var lítil og sat tímunum saman að teikna hús og byggingar. Það er góð tilfinning að sjá drauminn verða að veruleika,“ segir hin 22 ára gamla Arnfríður Helgadóttir sem greip gæsina þegar hún gafst og flutti til New York í nám. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin vestanhafs.

Lífið

Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sárs­auka

„Ég trúi því varla enn þá að ég sé á þeim stað sem ég er á í dag og mér finnst það sönnun þess að þetta sé hægt – það er allt hægt. Og ég get ekki ímyndað mér að ég sé sú eina sem hefur verið í þessum aðstæðum sem ég var í. Það hljóta að vera einstaklingar þarna úti sem eru fastir í sömu hringiðu og sjá ekki út,“ segir Eva Björk Eyþórsdóttir einkaþjálfari, kennari og markþjálfi.

Lífið

Stað­festa loks sam­bandið

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, hafa loksins staðfest að þau séu í sambandi. Það gerðu þau þegar ljósmyndari hitti þau út á lífinu í París í gærkvöldi, þar sem þau voru að halda upp á 41 árs afmæli Perry.

Lífið

Einar og Milla skírðu drenginn

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfir­framleiðandi hjá ACT4, hafa gefið ungum drengi þeirra nafnið Þorsteinn.

Lífið