Fótbolti

Þróttur mætir bikarmeisturunum
Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3.

Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals
Sebastian Hedlund, fyrrverandi leikmaður Vals og núverandi leikmaður Öster, varð fyrir miður skemmtilegri lífsreynslu í gær. Áhorfandi hljóp þá inn á völlinn og réðist á hann.

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.

Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims
Þriðja árið í röð er knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo tekjuhæsti íþróttamaður heims, samkvæmt úttekt tímaritsins Forbes, með næstum því tvöfalt hærri tekjur en næsti maður á listanum, Steph Curry.

Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur
Fjórtán einstaklingar slösuðust þegar bíl var ekið inn í áhorfendaskara fyrir utan RCDE leikvanginn, nokkrum mínútum eftir að leikur Espanyol og Barcelona hófst í gærkvöldi.

Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn.

Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll
Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta vill fullan völl þegar Ísland tekur á móti Frakklandi á nýju grasi á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Völlurinn verður klár, óvæntir eftirlitsmenn fylgjast með störfum vallarstarfsmanna og stríða þeim

Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna
Enski framherjinn Marcus Rashford vonast til að Manchester United muni samþykkja öll tilboð upp á 40 milljónir pund eða rétt tæplega sjö milljarða íslenskra króna, í sumar. Sjálfur er Rashford sagður vilja ganga í raðir Barcelona.

Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Hin þaulreynda Anna Björk Kristjánsdóttir samdi nýverið við uppeldisfélag sitt KR og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar. Þessi fyrrum atvinnu- og landsliðskona segir allt annan anda í KR nú en þegar hún lék síðast með liðinu.

Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit
Breiðablik og Vestri, tvö af þremur efstu liðum Bestu deildar karla í fótbolta, mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli.

Bikarævintýri Fram heldur áfram
Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik.

Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli
Daníel Tristan Guðjohnsen var á skotskónum þegar Malmö gerði svekkjandi 2-2 jafntefli við Varnamo í sænsku efstu deild karla í knattspyrnu.

Barcelona Spánarmeistari
Barcelona er Spánarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol. Það var við hæfi að Lamine Yamal, nýjasta ofurstjarna Börsunga, var allt í öllu með mark og stoðsendingu.

Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina
Framherjinn Hrvoje Tokic hefur ákveðið að rífa fram takkaskóna og spila með Stokkseyri í 5. deild karla hér á landi. Þá mun Martin Bjarni Guðmundsson, margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum, einnig spila með liðinu.

Glódís fær nýjan þjálfara
Þýskalandsmeistarar Bayern München, sem Glódís Perla Viggósdóttir leikur með, hafa ráðið nýjan þjálfara.

Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs
Molly, dóttir Oasis-söngvarans Liams Gallagher, á von á barni með leikmanni Liverpool, Nathaniel Phillips.

Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns
Í tengslum við leik Fylkis og Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta síðastliðinn föstudag var veittur styrkur úr minningarsjóði Egils Hrafns en hann tengdist báðum félögum sterkum böndum.

„Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann opinberaði landsliðshóp fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Noreg og Frakkland. Íslenska liðið sækist eftir því að binda enda sjö leikja hrinu án sigurs.

„Elska að horfa á FH“
FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi.

Agla María snýr aftur í landsliðið
Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt hóp íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni.

Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu tvo leiki þess í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar var tilkynntur.

Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins
Af þeim átta sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni koma þrír úr röðum Englandsmeistara Liverpool.

Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar
Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni.

Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea
Alexis Ohanian, stofnandi Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serenu Williams, hefur keypt hlut í kvennaliði Chelsea.

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992.

Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar
Hinn tvítugi Dean Huijsen, miðvörður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, virðist vera á leið til Real Madrid, sem vill ganga frá félagaskiptum fyrir HM félagsliða. Umboðsmenn Huijsen eru sagðir mættir til Madrídar til að ganga frá samningum.

Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi
Raúl Asencio og þrír leikmenn sem spiluðu með honum í ungmennaliði Real Madrid, Ferran Ruiz, Andres Martin og Juan Rodriguez eru ásakaðir um að hafa í leyfisleysi tekið upp og dreift kynferðislegu myndefni af tveimur konum. Önnur þeirra var undir lögaldri. Rannsókn málsins er lokið og ákærur verða gefnar út á næstunni.

Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir
Taiwo Awoniyi, framherji Nottingham Forest, var vakinn úr svefni eftir að hafa gengist undir aðra skurðaðgerð í gær og er sagður á batavegi í faðmi fjölskyldunnar.

Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn
Það er annað hljóð í Rúben Amorim, þjálfara enska knattspyrnuliðsins Manchester United, fyrir leikinn gegn Tottenham Hotspur í úrslitum Evrópudeildarinnar. Sigurvegarinn fær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum.