„Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 20.5.2025 23:17
„Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett lit sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann fjölda titla með. Enski boltinn 20.5.2025 22:32
Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Sveinn Aron Guðjohnsen átti fanta góða leik þegar Sarpsborg lagði Egersund í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Sveinn Aron skoraði og lagði upp. Þá heldur ævintýri Álasunds áfram. Fótbolti 20.5.2025 19:47
Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. Fótbolti 20.5.2025 13:46
Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Napoli getur tryggt sér ítalska deildarmeistaratitilinn næsta föstudag en ef Inter tekst að jafna liðið að stigum verður hreinn úrslitaleikur um titilinn spilaður á mánudag á Ólympíuleikvanginum í Róm. Fótbolti 20.5.2025 13:01
Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Sigurður Breki Kárason, leikmaður KR í Bestu deild karla, viðbeinsbrotnaði eftir samstuð við Þórð Gunnar Hafþórsson, leikmann Aftureldingar, í leik liðanna á sunnudag. Sigurður verður frá í fjórar vikur vegna meiðslanna. Íslenski boltinn 20.5.2025 12:16
Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýliðar FHL í Bestu deild kvenna í fótbolta hafa misst út einn af lykilmönnum sínum sem spilar ekki meira fyrir liðið á þessari leiktíð. Íslenski boltinn 20.5.2025 11:53
Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þó að margir hafi efast um þá ákvörðun dómarans Arnars Þórs Stefánssonar að dæma af jöfnunarmark Vals gegn Breiðabliki, í stórleiknum í Bestu deildinni í gærkvöld, þá virðist sú ákvörðun hafa verið hárrétt. Fótbolti 20.5.2025 10:33
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 20.5.2025 10:01
Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Það voru skoruð falleg mörk en líka gerð slæm mistök í stórleikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Mörkin má nú sjá öll á Vísi. Íslenski boltinn 20.5.2025 09:00
Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni. Fótbolti 20.5.2025 08:06
Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur hótað að lögsækja streymisveituna Netflix vegna heimildarmyndar veitunnar um Vinícius Júnior, leikmann Real Madríd og Brasilíu. Fótbolti 20.5.2025 07:02
Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat tínt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. Fótbolti 19.5.2025 23:33
Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Skagamenn hafa fengið á sig 18 mörk í fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu-deild karla í fótbolta en eftir 3-1 tap liðsins gegn FH í sjöundu umferð deildarinnar uppi á Skipaskaga í dag er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig. Fótbolti 19.5.2025 23:29
„Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn. Íslenski boltinn 19.5.2025 22:03
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig. Íslenski boltinn 19.5.2025 18:31
Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum FH kom sér upp úr botnsæti Bestu-deildar karla í fótbolta með 3-1 sigri sínum gegn ÍA í sjöundu umferð deildarinnar á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö marka FH í leiknum en þetta voru fyrstu mörk hans í deildinni í sumar. Íslenski boltinn 19.5.2025 18:31
Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Ísak Andri Sigurgeirsson lagði upp sigurmark Norrköping þegar liðið vann 2-1 útisigur á Sirius. Fótbolti 19.5.2025 19:14
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Eftir að lenda undir snemma leiks komu Íslandsmeistararnir til baka og unnu dramatískan 2-1 sigur sem lyftir þeim á topp Bestu deildar karla í knattspyrnu. Valsmenn allt annað en sáttir þar sem mark var dæmt af þeim undir lok leiks. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 19.5.2025 18:31
Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Brighton & Hove Albion kom í tvígang til baka gegn nýkrýndum Englandsmeisturum Liverpool og vann á endanum 3-2 sigur þökk sé sigurmarki hins tvítuga Jack Hinselwood þegar fimm mínútur lifðu leiks. Enski boltinn 19.5.2025 18:30
Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Eftir hörmulegan endi á nýafstöðnu tímabili hefur Francesco Farioli ákveðið að segja starfi sínu lausu sem þjálfari hollenska knattspyrnuliðsins Ajax. Kristian Nökkvi Hlynsson mun því þurfa að sanna sig fyrir nýjum þjálfara þegar hann mætir til æfinga að sumarfríi loknu. Fótbolti 19.5.2025 18:17
Cunha að ganga í raðir Man United Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United. Enski boltinn 19.5.2025 17:24
Muslera með mark og Mourinho súr Galatasaray tryggði sér tyrkneska titilinn í fótbolta með 3-0 sigri á Kayserispor í næst síðustu umferð deildarinnar í gær. Lærisveinar José Mourinho í Fenerbahce sitja eftir með sárt ennið. Fótbolti 19.5.2025 15:47
Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Gary Lineker lætum af störfum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, á sunnudag. Hann hættir í skugga ásakana um gyðingahatur. Enski boltinn 19.5.2025 14:15