Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­vissa í Ind­landi lætur City selja

City Football Group, sem eiga Manchester City og fleiri félög, hafa losað sig við eignarhlut sinn í Mumbai City FC vegna mikillar óvissa í indverska boltanum. Deildarkeppnin þar í landi hefur verið stopp síðan í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

United horfir til Þýska­lands eftir höfnun Semenyo

Manchester United leitar kantmanns til að styrkja sóknarleik liðsins fyrir síðari hluta tímabilsins. Liðið gerði hvað það gat að sannfæra Antoine Semenyo um að koma á Old Trafford en útlit er fyrir að hann gangi í raðir bláklæddra granna. En hvert leitar United næst?

Enski boltinn
Fréttamynd

Haaland stóðst vigtun eftir jólin

Erling Haaland, leikmaður Manchester City, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði staðist vigtun eftir hátíðarnar. Frægt er að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf nokkurra daga frí en hugðist vigta menn fyrir og eftir jól.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hápunktarnir hingað til í enska boltanum

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ítalinn Federico Chiesa skoraði dramatískt mark til að innsigla sigur Liverpool og Bournemouth á föstudagskvöldi í ágúst þegar enska úrvalsdeildin rúllaði af stað.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hótað brott­rekstri ef hann færi ekki á börurnar

Samuel Moutoussamy, leikmaður Lýðstjórnarlýðveldis Kongó á Afríkumótinu í fótbolta, hefur vakið athygli á netmiðlum fyrir að rísa á mettíma af börum eftir að hafa verið borinn af velli í fyrsta leik liðsins á mótinu gegn Benín. Hann skýrði ástæðu þess eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Féll úr skíða­lyftu og lést

Fyrrum þýskur unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu lést í slysi í stólalyftu í skíðabrekku í Svartfjallalandi skömmu fyrir jól. Kona hans sat föst í lyftunni klukkustundum saman.

Fótbolti