Erlent Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra. Erlent 23.7.2025 13:13 Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Fjölskyldur og ástvinir þeirra sem létust í flugslysi á Indlandi segjast hafa fengið rangar líkamsleifar er lík þeirra látnu voru send til Bretlands. Erlent 23.7.2025 13:11 Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Efnt var til mótmæla í Úkraínu í gær eftir að Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti lagði blessun sína yfir frumvarp sem samþykkt var á þinginu, sem þykir grafa undan sjálfstæði þeirra stofnana sem hafa rannsaka spillingu í landinu. Erlent 23.7.2025 07:45 Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök segja í sameiginlegri yfirlýsingu að hungursneyð breiðist nú út um Gasa-svæðið og að ríkisstjórnir heimsins verði að grípa í taumana hið snarasta auk þess sem þess er krafist að hernaði á svæðinu verði hætt tafarlaust. Erlent 23.7.2025 07:24 Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016. Erlent 23.7.2025 07:06 Ozzy Osbourne allur Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. Erlent 22.7.2025 18:25 Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að morgundagurinn verði almennur frídagur í höfuðborginni Tehran en hiti hefur mælst yfir 50 stigum og vatnsból að þorna upp. Erlent 22.7.2025 08:55 Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Tveggja hæða rútu var ekið á brú í Manchester í gær með þeim afleiðingum að þakið brotnaði af og minnst fimmtán farþegar fóru á spítala. Erlent 22.7.2025 07:38 Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ísraelsk stjórnvöld segast hafna alfarið yfirlýsingu 28 utanríkisráðherra sem gefin var út í gær þar sem framferði Ísraelshers á Gasa svæðinu er harðlega fordæmt og þess krafist að hernaðinum verði hætt tafarlaust. Erlent 22.7.2025 07:36 Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. Erlent 21.7.2025 16:51 Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að herflugvél í eigu bangladesska hersins brotlenti á skólabyggingu í höfuðborg landsins. Talið er að yfir hundrað manns séu slasaðir. Erlent 21.7.2025 12:38 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 21.7.2025 07:20 Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Að minnsta kosti 67 íbúar á Gasa voru drepnir í skotárás Ísraelshers meðan þeir biðu í röð eftir matarskammti við matarstand Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gasa í dag. Erlent 20.7.2025 16:37 Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. Erlent 20.7.2025 14:43 Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir í Kamchatka í Austurhluta Rússlands í morgun. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa í kjölfarið lýst yfir flóðbylgjuhættu. Erlent 20.7.2025 10:02 Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. Erlent 19.7.2025 22:16 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. Erlent 19.7.2025 20:38 Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Þrjátíu og fjórir hið minnsta eru látnir og sjö er saknað eftir að báti fór með ferðamenn í skoðunarferð um Halongflóa í Víetnam hvolfdi. Tólf manns hefur verið bjargað. Erlent 19.7.2025 18:43 Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Að minnsta kosti 28 særðust þegar „óþekktu ökutæki“ var í morgun ekið í gegnum mannfjölda í Los Angeles í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, að sögn slökkviliðsins í Los Angeles. Erlent 19.7.2025 12:44 Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Ísrael og Sýrland hafa komist að samkomulagi um vopnahlé eftir að Ísrael blandaði sér í átök sýrlenska stjórnarhersins við vígahópa fyrr í þessari viku. Þetta staðhæfir sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands. Erlent 19.7.2025 12:22 Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. Erlent 19.7.2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. Erlent 18.7.2025 21:17 Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Raftónlistarhátíðin Tomorrowland hófst í dag í bænum Boom í Belgíu. Einungis tveir dagar eru síðan aðalsvið hátíðarinnar varð eldi að bráð. Orsök brunans eru enn til rannsóknar. Erlent 18.7.2025 19:13 Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Erlent 18.7.2025 18:32 Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Maður sem var staddur á karókíkvöldi með kærustu sinni í Buckeye Lake í Ohio var skotinn til bana af fyrrverandi eiginmanni hennar meðan þau sungu „One More Light“ eftir Linkin Park. Erlent 18.7.2025 17:12 Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum. Erlent 18.7.2025 11:18 Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Lögregluyfirvöld í Indónesíu hafa komið upp um alþjóðlegan glæpahring sem þau segja hafa selt að minnsta kosti 25 börn til Singapúr frá árinu 2023. Erlent 18.7.2025 07:35 Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Þáttastjórnandinn Stephen Colbert greindi frá því í gærkvöldi að honum hefði verið tilkynnt á miðvikudaginn að stjórnendur CBS hefðu ákveðið að leggja niður kvöldþáttinn Late Show. Erlent 18.7.2025 07:13 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Erlent 18.7.2025 06:44 Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Ofurhuginn austurríski Felix Baumgartner lést í dag 56 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2012 fyrir að hafa fyrstur manna rofið hljóðmúrinn án farartækis. Erlent 17.7.2025 22:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra. Erlent 23.7.2025 13:13
Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Fjölskyldur og ástvinir þeirra sem létust í flugslysi á Indlandi segjast hafa fengið rangar líkamsleifar er lík þeirra látnu voru send til Bretlands. Erlent 23.7.2025 13:11
Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Efnt var til mótmæla í Úkraínu í gær eftir að Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti lagði blessun sína yfir frumvarp sem samþykkt var á þinginu, sem þykir grafa undan sjálfstæði þeirra stofnana sem hafa rannsaka spillingu í landinu. Erlent 23.7.2025 07:45
Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök segja í sameiginlegri yfirlýsingu að hungursneyð breiðist nú út um Gasa-svæðið og að ríkisstjórnir heimsins verði að grípa í taumana hið snarasta auk þess sem þess er krafist að hernaði á svæðinu verði hætt tafarlaust. Erlent 23.7.2025 07:24
Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016. Erlent 23.7.2025 07:06
Ozzy Osbourne allur Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. Erlent 22.7.2025 18:25
Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að morgundagurinn verði almennur frídagur í höfuðborginni Tehran en hiti hefur mælst yfir 50 stigum og vatnsból að þorna upp. Erlent 22.7.2025 08:55
Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Tveggja hæða rútu var ekið á brú í Manchester í gær með þeim afleiðingum að þakið brotnaði af og minnst fimmtán farþegar fóru á spítala. Erlent 22.7.2025 07:38
Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ísraelsk stjórnvöld segast hafna alfarið yfirlýsingu 28 utanríkisráðherra sem gefin var út í gær þar sem framferði Ísraelshers á Gasa svæðinu er harðlega fordæmt og þess krafist að hernaðinum verði hætt tafarlaust. Erlent 22.7.2025 07:36
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. Erlent 21.7.2025 16:51
Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að herflugvél í eigu bangladesska hersins brotlenti á skólabyggingu í höfuðborg landsins. Talið er að yfir hundrað manns séu slasaðir. Erlent 21.7.2025 12:38
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 21.7.2025 07:20
Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Að minnsta kosti 67 íbúar á Gasa voru drepnir í skotárás Ísraelshers meðan þeir biðu í röð eftir matarskammti við matarstand Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gasa í dag. Erlent 20.7.2025 16:37
Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. Erlent 20.7.2025 14:43
Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir í Kamchatka í Austurhluta Rússlands í morgun. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa í kjölfarið lýst yfir flóðbylgjuhættu. Erlent 20.7.2025 10:02
Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. Erlent 19.7.2025 22:16
Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. Erlent 19.7.2025 20:38
Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Þrjátíu og fjórir hið minnsta eru látnir og sjö er saknað eftir að báti fór með ferðamenn í skoðunarferð um Halongflóa í Víetnam hvolfdi. Tólf manns hefur verið bjargað. Erlent 19.7.2025 18:43
Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Að minnsta kosti 28 særðust þegar „óþekktu ökutæki“ var í morgun ekið í gegnum mannfjölda í Los Angeles í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, að sögn slökkviliðsins í Los Angeles. Erlent 19.7.2025 12:44
Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Ísrael og Sýrland hafa komist að samkomulagi um vopnahlé eftir að Ísrael blandaði sér í átök sýrlenska stjórnarhersins við vígahópa fyrr í þessari viku. Þetta staðhæfir sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands. Erlent 19.7.2025 12:22
Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. Erlent 19.7.2025 09:10
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. Erlent 18.7.2025 21:17
Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Raftónlistarhátíðin Tomorrowland hófst í dag í bænum Boom í Belgíu. Einungis tveir dagar eru síðan aðalsvið hátíðarinnar varð eldi að bráð. Orsök brunans eru enn til rannsóknar. Erlent 18.7.2025 19:13
Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Erlent 18.7.2025 18:32
Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Maður sem var staddur á karókíkvöldi með kærustu sinni í Buckeye Lake í Ohio var skotinn til bana af fyrrverandi eiginmanni hennar meðan þau sungu „One More Light“ eftir Linkin Park. Erlent 18.7.2025 17:12
Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum. Erlent 18.7.2025 11:18
Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Lögregluyfirvöld í Indónesíu hafa komið upp um alþjóðlegan glæpahring sem þau segja hafa selt að minnsta kosti 25 börn til Singapúr frá árinu 2023. Erlent 18.7.2025 07:35
Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Þáttastjórnandinn Stephen Colbert greindi frá því í gærkvöldi að honum hefði verið tilkynnt á miðvikudaginn að stjórnendur CBS hefðu ákveðið að leggja niður kvöldþáttinn Late Show. Erlent 18.7.2025 07:13
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Erlent 18.7.2025 06:44
Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Ofurhuginn austurríski Felix Baumgartner lést í dag 56 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2012 fyrir að hafa fyrstur manna rofið hljóðmúrinn án farartækis. Erlent 17.7.2025 22:18