Erlent Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. Erlent 2.10.2025 14:41 Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. Erlent 2.10.2025 10:43 Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Tveir eru látnir og þrír alvarlega særðir eftir hnífaárás við bænahús gyðinga við Middle Road í Crumpsall í Manchester í morgun. Boðað hefur verið til Cobra-fundar vegna atviksins og öryggisgæsla verður efld við önnur bænahús í dag. Erlent 2.10.2025 09:48 Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn. Erlent 2.10.2025 09:19 Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. Erlent 2.10.2025 07:01 Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Erlent 2.10.2025 06:45 Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með. Erlent 1.10.2025 20:30 Jane Goodall látin Jane Goodall, Íslandsvinur og ein ástsælasta vísindakona heims, er látin 91 árs að aldri. Erlent 1.10.2025 18:46 Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Erlent 1.10.2025 18:05 Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum. Erlent 1.10.2025 16:51 „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Breytingar á stjórnarskrá Slóvakíu sem samþykktar voru fyrir helgi viðurkenna nú einungis tvö kyn. Forsvarsmaður hinsegin samtaka segir að um „dimman dag“ sé að ræða. Erlent 1.10.2025 16:04 Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Nepalar völdu sér í gær nýja lifandi gyðju. Tveggja ára stúlka varð fyrir valinu og var hún borin frá heimili sínu í húsasundi í Katmandú, höfuðborg landsins, og flutt í hof. Þar mun hún búa þar til hún nær kynþroska. Erlent 1.10.2025 14:17 Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Höfuðpaur hóps manna sem misnotaði tvær táningsstúlkur eins og kynlífsþræla í Englandi hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir ýmis kynferðisbrot. Aðrir menn úr tælingarhópnum fengu einnig langa fangelsisdóma. Erlent 1.10.2025 13:30 Chunk er loksins „feitasti“ björninn Chunk, um 550 kílóa brúnbjörn með brotinn kjálka, hefur loks unnið hina gífurlega vinsælu feitubjarnaviku Alaska eftir að hafa verið í öðru sæti þrjú ár í röð. Erlent 1.10.2025 11:04 Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Átján tegundir af sólarvörn hafa nú verið teknar úr sölu í Ástralíu í kjölfar hneykslismáls, sem hefur vakið mikla reiði í landinu. Málið kom upp á yfirborðið þegar prófanir neytendasamtakanna Choice leiddu í ljós að nokkrar tegundir veittu ekki uppgefna vörn. Erlent 1.10.2025 10:54 Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina „Á tímum þar sem tækni og tölvur eru auðveldlega aðgengilegar, er sláandi að læknar hjá hinu opinbera séu enn að handskrifa lyfjaávísanir sem enginn getur skilið, nema einstaka lyfjafræðingur.“ Erlent 1.10.2025 10:28 Tæplega hundrað nemenda saknað Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað. Erlent 1.10.2025 09:58 Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Gríðarleg öryggisgæsla er nú í Kaupmannahöfn þar sem leiðtogar Evrópusambandsins eru farnir að týnast inn í borgina einn af öðrum. Erlent 1.10.2025 07:45 Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í limbó, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst að fá Demókrata til að samþykkja frumvarp um áframhaldandi fjárútlát. Erlent 1.10.2025 07:07 Tala látinna hækkar á Filippseyjum Björgunarlið er enn að störfum á Filippseyjum þar sem öflugur skjálfti upp á 6,9 stig reið yfir í gær. Að minnsta kosti 69 eru látnir en ástandið er verst í Cebu héraði. Erlent 1.10.2025 06:53 Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum. Erlent 1.10.2025 06:00 Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. Erlent 30.9.2025 23:53 Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi fannst látinn nálægt fjögurra stjörnu hóteli í París. Hans var leitað af lögreglu að beiðni eiginkonu hans. Erlent 30.9.2025 20:45 Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erlent 30.9.2025 16:28 Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. Erlent 30.9.2025 15:02 Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Dresen dæmdi aðstoðarmann fyrrverandi Evrópuþingmanns öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í tæplega fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Kínverja. Þingmaðurinn segist hafa verið grunlaus um njósnir aðstoðarmannsins þótt hann hafi sjálfur verið rannsakaður fyrir að þiggja mútur frá Kína og Rússlandi. Erlent 30.9.2025 14:20 Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ekkert virðist geta komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkis Bandaríkjanna í nótt. Repúblikanar og Demókratar, sem deila um fjárútlát til heilbrigðismála, keppast við að kenna hvor öðrum um en þetta verður í fyrsta sinn í sjö ár sem deilur um fjárlög leiða til að stöðvunar. Erlent 30.9.2025 13:04 Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. Erlent 30.9.2025 10:37 Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október. Erlent 30.9.2025 09:46 „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ sagði Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, á viðburði í Dusseldorf í gær og vísaði þar til sambýlis Evrópu við Rússland. Erlent 30.9.2025 08:52 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. Erlent 2.10.2025 14:41
Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. Erlent 2.10.2025 10:43
Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Tveir eru látnir og þrír alvarlega særðir eftir hnífaárás við bænahús gyðinga við Middle Road í Crumpsall í Manchester í morgun. Boðað hefur verið til Cobra-fundar vegna atviksins og öryggisgæsla verður efld við önnur bænahús í dag. Erlent 2.10.2025 09:48
Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn. Erlent 2.10.2025 09:19
Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. Erlent 2.10.2025 07:01
Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Erlent 2.10.2025 06:45
Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með. Erlent 1.10.2025 20:30
Jane Goodall látin Jane Goodall, Íslandsvinur og ein ástsælasta vísindakona heims, er látin 91 árs að aldri. Erlent 1.10.2025 18:46
Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Erlent 1.10.2025 18:05
Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum. Erlent 1.10.2025 16:51
„Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Breytingar á stjórnarskrá Slóvakíu sem samþykktar voru fyrir helgi viðurkenna nú einungis tvö kyn. Forsvarsmaður hinsegin samtaka segir að um „dimman dag“ sé að ræða. Erlent 1.10.2025 16:04
Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Nepalar völdu sér í gær nýja lifandi gyðju. Tveggja ára stúlka varð fyrir valinu og var hún borin frá heimili sínu í húsasundi í Katmandú, höfuðborg landsins, og flutt í hof. Þar mun hún búa þar til hún nær kynþroska. Erlent 1.10.2025 14:17
Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Höfuðpaur hóps manna sem misnotaði tvær táningsstúlkur eins og kynlífsþræla í Englandi hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir ýmis kynferðisbrot. Aðrir menn úr tælingarhópnum fengu einnig langa fangelsisdóma. Erlent 1.10.2025 13:30
Chunk er loksins „feitasti“ björninn Chunk, um 550 kílóa brúnbjörn með brotinn kjálka, hefur loks unnið hina gífurlega vinsælu feitubjarnaviku Alaska eftir að hafa verið í öðru sæti þrjú ár í röð. Erlent 1.10.2025 11:04
Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Átján tegundir af sólarvörn hafa nú verið teknar úr sölu í Ástralíu í kjölfar hneykslismáls, sem hefur vakið mikla reiði í landinu. Málið kom upp á yfirborðið þegar prófanir neytendasamtakanna Choice leiddu í ljós að nokkrar tegundir veittu ekki uppgefna vörn. Erlent 1.10.2025 10:54
Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina „Á tímum þar sem tækni og tölvur eru auðveldlega aðgengilegar, er sláandi að læknar hjá hinu opinbera séu enn að handskrifa lyfjaávísanir sem enginn getur skilið, nema einstaka lyfjafræðingur.“ Erlent 1.10.2025 10:28
Tæplega hundrað nemenda saknað Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað. Erlent 1.10.2025 09:58
Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Gríðarleg öryggisgæsla er nú í Kaupmannahöfn þar sem leiðtogar Evrópusambandsins eru farnir að týnast inn í borgina einn af öðrum. Erlent 1.10.2025 07:45
Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í limbó, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst að fá Demókrata til að samþykkja frumvarp um áframhaldandi fjárútlát. Erlent 1.10.2025 07:07
Tala látinna hækkar á Filippseyjum Björgunarlið er enn að störfum á Filippseyjum þar sem öflugur skjálfti upp á 6,9 stig reið yfir í gær. Að minnsta kosti 69 eru látnir en ástandið er verst í Cebu héraði. Erlent 1.10.2025 06:53
Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum. Erlent 1.10.2025 06:00
Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. Erlent 30.9.2025 23:53
Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi fannst látinn nálægt fjögurra stjörnu hóteli í París. Hans var leitað af lögreglu að beiðni eiginkonu hans. Erlent 30.9.2025 20:45
Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erlent 30.9.2025 16:28
Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. Erlent 30.9.2025 15:02
Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Dresen dæmdi aðstoðarmann fyrrverandi Evrópuþingmanns öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í tæplega fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Kínverja. Þingmaðurinn segist hafa verið grunlaus um njósnir aðstoðarmannsins þótt hann hafi sjálfur verið rannsakaður fyrir að þiggja mútur frá Kína og Rússlandi. Erlent 30.9.2025 14:20
Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ekkert virðist geta komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkis Bandaríkjanna í nótt. Repúblikanar og Demókratar, sem deila um fjárútlát til heilbrigðismála, keppast við að kenna hvor öðrum um en þetta verður í fyrsta sinn í sjö ár sem deilur um fjárlög leiða til að stöðvunar. Erlent 30.9.2025 13:04
Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. Erlent 30.9.2025 10:37
Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október. Erlent 30.9.2025 09:46
„Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ sagði Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, á viðburði í Dusseldorf í gær og vísaði þar til sambýlis Evrópu við Rússland. Erlent 30.9.2025 08:52