Fréttir

Hand­tekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flug­braut undir á­hrifum fíkni­efna

Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél.

Innlent

Búast við þrumu­veðri og vatna­vöxtum

Kröftug samskil munu ganga norðaustur yfir landið í kvöld og í nótt en þeim mun fylgja suðvestan slagveðursrigning. Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands segja að vindur verði 13-20 metrar á sekúndu og hvassast með suðvesturströndinni.

Innlent

Ný verð­skrá kinda­kjöts von­brigði fyrir sauðfjár­bændur

Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa.

Innlent

„Clinton á­ætlunin“ lík­lega til­búningur rúss­neskra njósnara

Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016.

Erlent

„Ekki taka. Endur­heimta. Þetta er okkar“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa.

Erlent

Fjöl­skyldu­faðir stunginn meðan sonurinn horfði á

Maður sem er grunaður um stunguárás sem átti sér stað í Reykjanesbæ að kvöldi 20. júní síðastliðins er grunaður um fjöldamörg önnur alvarleg brot. Árásin beindist að fjölskylduföður sem ætlaði að reka manninn á brott. Svo virðist sem meintur árásarmaður hafi verið kominn að heimili þeirra vegna hlaupahjóls sem sonur föðurins var að gera við.

Innlent

Fundu engan hvíta­björn

Enginn hvítabjörn fannst í eftirlitsflugi á Hornströndum fyrr í dag á vegum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Vestfjörðum.

Innlent

„Hann skilar al­gjör­lega auðu í náttúru­verndar­málum“

Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru.

Innlent

Þjóð­há­tíð í Eyjum: Far­þega­fjöldi í Herjólfi komi á ó­vart

Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni.

Innlent

Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina

Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð. Veðurfræðingur segir líkur á að tjöld muni fjúka í Eyjum í nótt, góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að veðrið eigi að ganga hraðar yfir en áður hafi verið spáð. Tekið sé að skýrast hvar besta veðrið verður um helgina. 

Innlent

Bukele ryður leiðina að ein­ræði í El Salvador

Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex.

Erlent

Anna­samt ár á Bessa­stöðum: Kónga­fólk, keisari, um­töluð undir­skrift og brúnir skór

Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli.

Innlent

Vara­samar að­stæður fyrir ferða­langa

Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu.

Veður

Á­hrifin af stöðvunarkröfunni ó­veru­leg

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra reiknar með að virkjunarframkvæmdir við Hvammsvirkjun haldi áfram innan tíðar. Hann segir áhrifin af úrskurði umhverfis- og auðlindamála óveruleg.

Innlent

Ó­heppi­legt ef fölsk mynd varpar sök á sak­lausan mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar.

Innlent

Sakar sveitarstjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar sakar sveitastjóra Mýrdalshrepps um að skapa andrúmsloft þar sem ekki megi gagnrýna hluti. Sveitastjórinn leggi áhyggjur um íslensku að jöfnu við fordóma gegn börnum og lýsi umfjöllun Heimildarinnar sem einhliða þó hann hafi sjálfur verið viðmælandi í henni.

Innlent

„Komið nóg af á­föllum“

Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins. Ef úr tollunum verður sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið. 

Innlent