Fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Erlent 13.5.2025 10:46 Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ Innlent 13.5.2025 10:40 Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. Innlent 13.5.2025 09:56 Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Bíl var ekið á vegfaranda á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri rétt fyrir klukkan átta í morgun. Innlent 13.5.2025 09:46 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. Innlent 13.5.2025 09:32 Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra frá Kólumbíu, segjast orðin svartsýn á að hann fái að vera áfram á landinu. Oscar hefur fengið endanlega synjun og á að fara frá landi en niðurstaðan er þó til meðferðar fyrir dómi. Svavar og Sonja telja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en útlendingamál. Innlent 13.5.2025 09:28 Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Franski leikarinn Gerard Depardieu var í morgun fundinn sekur um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi árið 2021. Dómur féll í París í morgun en konurnar tvær voru samstarfskonur leikarans við tökur á myndinni Les Volets Verts árið 2021. Leikarinn var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Erlent 13.5.2025 08:57 Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. Innlent 13.5.2025 08:32 Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Hætta á gróðureldum á Austurlandi þar sem lítil úrkoma hefur verið síðustu vikur hefur aukist síðustu daga. Almannavarnir hvetja íbúa og gesti í sumarhúsahverfum þar sem gróður er mikill til þess að fara varlega með eld við þær aðstæður. Innlent 13.5.2025 08:31 Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Spáð er allt að tuttugu stiga hita norðaustanlands í hlýjum og þurrum sunnanáttum sem ganga yfir landið í dag. Ferðalangar á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum eru varaðir við allhvössum eða hvössum vindstrengjum. Veður 13.5.2025 07:59 Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. Erlent 13.5.2025 07:38 Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Í fleiri löndum heimsins ríkir jákvæð sýn gagnvart Kína en til Bandaríkjanna og algjört hrun hefur orðið á ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu frá því í fyrra. Þá mælist ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta neikvæð í 82% landa um allan heim, en ímynd bæði Pútíns Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína mælist betri á heimsvísu. Erlent 13.5.2025 06:30 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. Innlent 13.5.2025 06:19 Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Maður sem keypti ónýtt hús þar sem kústskaft var notað til að halda þakkkantinum uppi vonast eftir réttlæti handa húsnæðiskaupendum. Innlent 12.5.2025 23:40 Dr. Bjarni er látinn Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður, sem iðulega var kallaður dr. Bjarni, er látinn. Bjarni var 78 ára gamall. Innlent 12.5.2025 22:31 Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja. Innlent 12.5.2025 22:25 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. Erlent 12.5.2025 22:11 Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lögreglan í Svíþjóð leiddi alþjóðlega lögregluaðgerð þar sem 57 voru handteknir í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Austurlandi kom að aðgerðinni. Innlent 12.5.2025 20:58 Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. Innlent 12.5.2025 20:53 Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. Innlent 12.5.2025 20:48 Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Fjármálaráðherra segist ekki geta lýst því hvers vegna ríkið gerði kröfu um að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals, ásamt úteyjum og skerjum við Heimaey, yrðu þjóðlendur. Innlent 12.5.2025 20:18 Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. Innlent 12.5.2025 19:30 Ógnaði ungmennum með hníf Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um mann með hníf á lofti í miðborg Reykjavíkur. Maður var sagður hafa ógnað ungmennum með hnífnum. Hinir handteknu eru vistaðir í fangaklefa þar til ástand þeirra leyfir að við þá sé rætt. Innlent 12.5.2025 19:13 Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir landsins fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð fyrir skilasvik og peningaþvætti. Karl fyrir skilasvikin og sonurinn og sambýliskonan fyrir þvættið. Karl er sagður hafa reynt að koma undan verðmætum listaverkum sem fundust svo við húsleit. Innlent 12.5.2025 18:42 Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar til hækkunar á veiðigjöldum hefur verið sent til atvinnuveganefndar eftir heitar umræður á þinginu. Við verðum í beinni útsendingu frá þinginu. Innlent 12.5.2025 18:10 Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Innlent 12.5.2025 17:42 Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. Innlent 12.5.2025 16:21 Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka. Erlent 12.5.2025 16:17 Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Listamaðurinn Ólafur Elíasson fær hátt í 88,5 milljónir króna frá ríkinu og Vestmanneyjabæ fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey sem til stendur að reisa á Eldfelli. Þá er ótalinn kostnaður vegna gerðar göngustígs og annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á svæðinu en áætlaður heildarkostnaður gæti numið allt að 220 milljónum. Ríflega sex hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem minnisvarðanum er mótmælt. Innlent 12.5.2025 16:00 Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Fimmtán ára ökumaður ók undan lögreglu með ofsafengnum hætti úr Hafnarfirði, í gegnum Garðabæ og Kópavog og endaði akstur sinn í Reykjavík. Hann var á bíl sem hann tók í óleyfi. Innlent 12.5.2025 15:45 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 334 ›
Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Erlent 13.5.2025 10:46
Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ Innlent 13.5.2025 10:40
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. Innlent 13.5.2025 09:56
Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Bíl var ekið á vegfaranda á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri rétt fyrir klukkan átta í morgun. Innlent 13.5.2025 09:46
Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. Innlent 13.5.2025 09:32
Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra frá Kólumbíu, segjast orðin svartsýn á að hann fái að vera áfram á landinu. Oscar hefur fengið endanlega synjun og á að fara frá landi en niðurstaðan er þó til meðferðar fyrir dómi. Svavar og Sonja telja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en útlendingamál. Innlent 13.5.2025 09:28
Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Franski leikarinn Gerard Depardieu var í morgun fundinn sekur um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi árið 2021. Dómur féll í París í morgun en konurnar tvær voru samstarfskonur leikarans við tökur á myndinni Les Volets Verts árið 2021. Leikarinn var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Erlent 13.5.2025 08:57
Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. Innlent 13.5.2025 08:32
Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Hætta á gróðureldum á Austurlandi þar sem lítil úrkoma hefur verið síðustu vikur hefur aukist síðustu daga. Almannavarnir hvetja íbúa og gesti í sumarhúsahverfum þar sem gróður er mikill til þess að fara varlega með eld við þær aðstæður. Innlent 13.5.2025 08:31
Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Spáð er allt að tuttugu stiga hita norðaustanlands í hlýjum og þurrum sunnanáttum sem ganga yfir landið í dag. Ferðalangar á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum eru varaðir við allhvössum eða hvössum vindstrengjum. Veður 13.5.2025 07:59
Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. Erlent 13.5.2025 07:38
Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Í fleiri löndum heimsins ríkir jákvæð sýn gagnvart Kína en til Bandaríkjanna og algjört hrun hefur orðið á ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu frá því í fyrra. Þá mælist ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta neikvæð í 82% landa um allan heim, en ímynd bæði Pútíns Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína mælist betri á heimsvísu. Erlent 13.5.2025 06:30
Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. Innlent 13.5.2025 06:19
Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Maður sem keypti ónýtt hús þar sem kústskaft var notað til að halda þakkkantinum uppi vonast eftir réttlæti handa húsnæðiskaupendum. Innlent 12.5.2025 23:40
Dr. Bjarni er látinn Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður, sem iðulega var kallaður dr. Bjarni, er látinn. Bjarni var 78 ára gamall. Innlent 12.5.2025 22:31
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja. Innlent 12.5.2025 22:25
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. Erlent 12.5.2025 22:11
Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lögreglan í Svíþjóð leiddi alþjóðlega lögregluaðgerð þar sem 57 voru handteknir í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Austurlandi kom að aðgerðinni. Innlent 12.5.2025 20:58
Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. Innlent 12.5.2025 20:53
Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. Innlent 12.5.2025 20:48
Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Fjármálaráðherra segist ekki geta lýst því hvers vegna ríkið gerði kröfu um að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals, ásamt úteyjum og skerjum við Heimaey, yrðu þjóðlendur. Innlent 12.5.2025 20:18
Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. Innlent 12.5.2025 19:30
Ógnaði ungmennum með hníf Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um mann með hníf á lofti í miðborg Reykjavíkur. Maður var sagður hafa ógnað ungmennum með hnífnum. Hinir handteknu eru vistaðir í fangaklefa þar til ástand þeirra leyfir að við þá sé rætt. Innlent 12.5.2025 19:13
Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir landsins fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð fyrir skilasvik og peningaþvætti. Karl fyrir skilasvikin og sonurinn og sambýliskonan fyrir þvættið. Karl er sagður hafa reynt að koma undan verðmætum listaverkum sem fundust svo við húsleit. Innlent 12.5.2025 18:42
Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar til hækkunar á veiðigjöldum hefur verið sent til atvinnuveganefndar eftir heitar umræður á þinginu. Við verðum í beinni útsendingu frá þinginu. Innlent 12.5.2025 18:10
Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Innlent 12.5.2025 17:42
Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. Innlent 12.5.2025 16:21
Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka. Erlent 12.5.2025 16:17
Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Listamaðurinn Ólafur Elíasson fær hátt í 88,5 milljónir króna frá ríkinu og Vestmanneyjabæ fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey sem til stendur að reisa á Eldfelli. Þá er ótalinn kostnaður vegna gerðar göngustígs og annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á svæðinu en áætlaður heildarkostnaður gæti numið allt að 220 milljónum. Ríflega sex hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem minnisvarðanum er mótmælt. Innlent 12.5.2025 16:00
Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Fimmtán ára ökumaður ók undan lögreglu með ofsafengnum hætti úr Hafnarfirði, í gegnum Garðabæ og Kópavog og endaði akstur sinn í Reykjavík. Hann var á bíl sem hann tók í óleyfi. Innlent 12.5.2025 15:45