Sá sem situr í stól Klopp í kvöld er með hæstu þjálfaragráðu UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 13:00 Neil Critchley hefur unnið fyrir Liverpool í sex ár. Getty/Nick Taylor Það verður enginn Jürgen Klopp á hliðarlínu Liverpool í kvöld þegar liðið mætir Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Þetta verður fyrsti leikur aðalliðs Liverpool í fimmtíu mánuði þar sem einhver annar en Klopp stýrir liðinu. Jürgen Klopp tók við Liverpool í október 2015 og hefur stjórnað öllum leikjum aðalliðsins á þeim fjórum árum og tveimur mánuðum sem hann hefur starfað sem knattspyrnustjóri félagsins. Klopp er hins vegar staddur í allt annarri heimsálfu í kvöld því hann er með aðalliðið í Katar þar sem Liverpool liðið mætir Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða. Neil Critchley will throw Anfield’s kids into the most daunting test of their lives with a message from Jurgen Klopp: Play in the Liverpool way. “They need tough challenges and the team that takes to the pitch will take so much from the experience.”https://t.co/j5aVvbavsc— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 16, 2019 Maðurinn sem situr í „stól“ Klopp á Villa Park heitir Neil Critchley og er 41 árs gamall Englendingur sem er þjálfari 23 ára liðs félagsins. Knattspyrnuferill Neil Critchley var ekki upp á marga fiska en hann spilaði einn leik fyrir Crewe Alexandra tímabilið 1999-2000 og þrjá leiki fyrir utandeildarliðið Leigh RMI tímabilið á eftir. Eini byrjunarliðsleikurinn kom í bikarleik með Leigh. Neil Critchley skipti yfir í þjálfun og snéri til baka til Crewe og varð þar yfirmaður knattspyrnumála árið 2007. Hann er einn af sextán þjálfurum í Englandi sem hafa klárað hæstu þjálfaragráðunum hjá UEFA. Critchley kom til Liverpool árið 2013 og tók fyrst við átján ára liði félagsins sem hann þjálfaði í fjögur ár. Neil Critchley varð síðan þjálfari 23 ára liðsins árið 2017. Nú kemur stóra tækifærið og hann fær á sig sviðsljósið í kvöld. "One game like this is worth a million training sessions." Neil Critchley is one of the most qualified coaches in Europe. Tomorrow, the LFC U23 boss is the LFC senior manager for the day. https://t.co/kHIkDjyW5l— Chris Bascombe (@_ChrisBascombe) December 16, 2019 „Þetta er stórt tækifæri fyrir okkur alla, mig meðtalinn. Ég er mjög stoltur yfir því að fá að stýra liðinu en ég þarf líka að fá stolt frá mínum leikmönnum að sýna hvað í þeim býr,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundi fyrir leikinn. Jürgen Klopp sjálfur tók samt ekki ákvörðunina um hver myndi stýra Liverpool liðinu í kvöld. „Það voru augljóslega einhverjir háttsettari en ég sem tóku þá ákvörðun. Félagið þurfti að taka ákvörðun og þeir komust að þessari niðurstöðu. þetta er einstakar kringumstæður og ég held að þetta hafi ekki gerst áður,“ sagði Jürgen Klopp. Forráðamenn Liverpool hafa ekki aðeins mikla trú á Neil Critchley því enska sambandið valdi hann sérstaklega til að vera einn fyrstu Englendingum til að taka hæsta þjálfaraprófið hjá UEFA. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. With Liverpool fielding two different playing squads in the League Cup and Club World Cup in the space of 24 hours, the club’s stand-in manager Neil Critchley said that the young side he will field to face Aston Villa will be well-prepared pic.twitter.com/6neGkmOz4S— Reuters (@Reuters) December 16, 2019 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Það verður enginn Jürgen Klopp á hliðarlínu Liverpool í kvöld þegar liðið mætir Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Þetta verður fyrsti leikur aðalliðs Liverpool í fimmtíu mánuði þar sem einhver annar en Klopp stýrir liðinu. Jürgen Klopp tók við Liverpool í október 2015 og hefur stjórnað öllum leikjum aðalliðsins á þeim fjórum árum og tveimur mánuðum sem hann hefur starfað sem knattspyrnustjóri félagsins. Klopp er hins vegar staddur í allt annarri heimsálfu í kvöld því hann er með aðalliðið í Katar þar sem Liverpool liðið mætir Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða. Neil Critchley will throw Anfield’s kids into the most daunting test of their lives with a message from Jurgen Klopp: Play in the Liverpool way. “They need tough challenges and the team that takes to the pitch will take so much from the experience.”https://t.co/j5aVvbavsc— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 16, 2019 Maðurinn sem situr í „stól“ Klopp á Villa Park heitir Neil Critchley og er 41 árs gamall Englendingur sem er þjálfari 23 ára liðs félagsins. Knattspyrnuferill Neil Critchley var ekki upp á marga fiska en hann spilaði einn leik fyrir Crewe Alexandra tímabilið 1999-2000 og þrjá leiki fyrir utandeildarliðið Leigh RMI tímabilið á eftir. Eini byrjunarliðsleikurinn kom í bikarleik með Leigh. Neil Critchley skipti yfir í þjálfun og snéri til baka til Crewe og varð þar yfirmaður knattspyrnumála árið 2007. Hann er einn af sextán þjálfurum í Englandi sem hafa klárað hæstu þjálfaragráðunum hjá UEFA. Critchley kom til Liverpool árið 2013 og tók fyrst við átján ára liði félagsins sem hann þjálfaði í fjögur ár. Neil Critchley varð síðan þjálfari 23 ára liðsins árið 2017. Nú kemur stóra tækifærið og hann fær á sig sviðsljósið í kvöld. "One game like this is worth a million training sessions." Neil Critchley is one of the most qualified coaches in Europe. Tomorrow, the LFC U23 boss is the LFC senior manager for the day. https://t.co/kHIkDjyW5l— Chris Bascombe (@_ChrisBascombe) December 16, 2019 „Þetta er stórt tækifæri fyrir okkur alla, mig meðtalinn. Ég er mjög stoltur yfir því að fá að stýra liðinu en ég þarf líka að fá stolt frá mínum leikmönnum að sýna hvað í þeim býr,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundi fyrir leikinn. Jürgen Klopp sjálfur tók samt ekki ákvörðunina um hver myndi stýra Liverpool liðinu í kvöld. „Það voru augljóslega einhverjir háttsettari en ég sem tóku þá ákvörðun. Félagið þurfti að taka ákvörðun og þeir komust að þessari niðurstöðu. þetta er einstakar kringumstæður og ég held að þetta hafi ekki gerst áður,“ sagði Jürgen Klopp. Forráðamenn Liverpool hafa ekki aðeins mikla trú á Neil Critchley því enska sambandið valdi hann sérstaklega til að vera einn fyrstu Englendingum til að taka hæsta þjálfaraprófið hjá UEFA. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. With Liverpool fielding two different playing squads in the League Cup and Club World Cup in the space of 24 hours, the club’s stand-in manager Neil Critchley said that the young side he will field to face Aston Villa will be well-prepared pic.twitter.com/6neGkmOz4S— Reuters (@Reuters) December 16, 2019
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira