Fótbolti

Beckham búinn að kaupa fyrsta leikmanninn í nýja liðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Enska stjarnan hress og kát.
Enska stjarnan hress og kát. vísir/getty
David Beckham og nýja lið hans í MLS-deildinni, Inter Miami, er byrjað að safna liði fyrir næstu leiktíð er liðið tekur þátt í deildinni í fyrsta skipti.

Beckham hefur undanfarin ár verið að standa í því að stofna liðið Inter Miami en liðið spilar í fyrsta sinn í MLS-deildinni sem hefst í mars 2020.

Í gær var svo tilkynnt um að félagið hafi náð að krækja í sinn fyrsta leikmann en það er hinn nítján ára gamli Argentínumaður Mathias Pellegrini.





Pellegrini kemur frá Estudiantes í heimalandinu en þjálfari liðsins er fyrrum leikmaður Manchester United og Inter Milan, Juan Sebastian Veron.

Miami Herald greinir frá því að hinn 19 ára gamli framherji Benfica, Julian Carranza, verði væntanlega tilkynntur sem annar leikmaður liðsins á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×