Ítalinn er fæddur í Napólí og hann stýrði liði Napólí frá 2015 til síðasta sumars þegar hann gekk til liðs við Chelsea.
Sarri náði ekki að vinna titil með Napólí en undir hans stjórn endaði liðið í öðru og þriðja sæti ítölsku deildarinnar.
Hann var mjög dáður hjá stuðningsmönnum félagsins og árið 2017 var minnismerki til heiðurs hans hengt á vegg í hverfinu þar sem Sarri fæddist.
Ákvörðun Sarri að fara til Juventus eru hrikaleg svik í augum stuðningsmanna Napólí og hafa þeir rifið minnisvarðann niður.
