Óttast um öryggi sitt og spilar ekki með Arsenal í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 11:15 Henrikh Mkhitaryan. Getty/Matteo Ciambelli Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan. Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Arsenal’s Henrikh Mkhitaryan to miss Europa League final over safety fears https://t.co/7AstqP7H9L — Guardian sport (@guardian_sport) May 21, 2019Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú. Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. „Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.Having considered all the current options, we had to take the tough decision for me not to travel with the squad to the #UEL Final against #Chelsea [...] pic.twitter.com/3CPrTvLquy — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019[...] It‘s the kind of game that doesn’t come along very often for us players and I must admit, it hurts me a lot to miss it.I will be cheering my teammates on! Let’s bring it home @Arsenal#uel#final#arsenal#chelsea#AFC#COYGpic.twitter.com/gnDA6oyolw — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan. Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Arsenal’s Henrikh Mkhitaryan to miss Europa League final over safety fears https://t.co/7AstqP7H9L — Guardian sport (@guardian_sport) May 21, 2019Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú. Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. „Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.Having considered all the current options, we had to take the tough decision for me not to travel with the squad to the #UEL Final against #Chelsea [...] pic.twitter.com/3CPrTvLquy — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019[...] It‘s the kind of game that doesn’t come along very often for us players and I must admit, it hurts me a lot to miss it.I will be cheering my teammates on! Let’s bring it home @Arsenal#uel#final#arsenal#chelsea#AFC#COYGpic.twitter.com/gnDA6oyolw — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira