Marcus Rashford, framherji Manchester United, verður í enska landsliðshópnum á EM 2016 í Frakklandi en Roy Hodgson tilkynnti lokahópinn í dag.
Danny Drinkwater, miðjumaður Leicester, og Andros Townsend, leikmaður Newcastle, voru skornir frá upphaflega 26 manna hópnum en áður var Fabian Delph úr leik vegna meiðsla.
Enska landsliðið fer með fimm framherja á mótið en auk Rashford verða fyrirliðinn Wayne Rooney, Harry Kane, Jamie Vardy og Daniel Sturridge í hópnum.
Rashford er aðeins 18 ára gamall en hann skoraði átta mörk í fjórtán leikjum fyrir Manchester United á síðustu leiktíð. Hann skoraði í fyrsta Evrópuleiknum, fyrsta deildarleiknum og í fyrsta landsleiknum á dögunum.
England er með Rússlandi, Wales og Slóvakíu í riðli en liðið hefur leik gegn Rússum 11. júní.
Enski hópurinn:
Markverðir: Joe Hart (Manchester City), Fraser Forster (Southampton), Tom Heaton (Burnley).
Varnarmenn: Gary Cahill (Chelsea), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton), Kyle Walker (Tottenham Hotspur), Ryan Bertrand (Southampton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Nathaniel Clyne (Liverpool).
Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Raheem Sterling (Manchester City), Jack Wilshere (Arsenal).
Framherjar: Wayne Rooney (Manchester United), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Jamie Vardy (Leicester City), Daniel Sturridge (Liverpool), Marcus Rashford (Manchester United).
