United-mennirnir sáu um mörkin hjá Englendingum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 20:38 Marcus Rashford fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. Gamli og nýi tíminn hjá Manchester United og enska landsliðinu sáum um mörkin í leiknum í kvöld. Hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Báðir settu þeir met með þessum mörkum. Marcus Rashford var yngsti leikmaður enska landsliðsins sem skorar í sínum fyrsta landsleik og Wayne Rooney bætti við markamet sitt hjá landsliðinu og hefur nú skorað 52 mörk fyrir England. Marcus Rashford skoraði með sínu fyrsta skoti í sínum fyrsta leik með Manchester United, bæði í Evrópukeppni og ensku úrvalsdeildinni og hann lék það eftir í kvöld. Markið skoraði Rashford á 3. mínútu leiksins eftir að fyrirgjöf Raheem Sterling fór í varnarmann og datt fyrir hann í teignum. Wayne Rooney kom inná sem varamaður fyrir Adam Lallana í hálfleik og hann kom enska liðinu í 2-0 á 55. mínútu með laglegu langskoti eftir hraða sókn og sendingu frá Raheem Sterling. Eric Dier, leikmaður Tottenham, var ekki jafnheppinn og United-mennirnir þegar hann varð fyrir því að skalla boltann í gegnum klofið á markverðinum Fraser Forster og í eigið mark. Jose Mourinho tók við liði Manchester United í dag og nokkrum tímum seinna skora tveir verðandi leikmenn hans fyrir enska landsliðið. Hvort að það sé fyrirboði á tíma Mourinho á Old Trafford á hinsvegar eftir að koma í ljós.vísir/getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Sjá meira
England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. Gamli og nýi tíminn hjá Manchester United og enska landsliðinu sáum um mörkin í leiknum í kvöld. Hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Báðir settu þeir met með þessum mörkum. Marcus Rashford var yngsti leikmaður enska landsliðsins sem skorar í sínum fyrsta landsleik og Wayne Rooney bætti við markamet sitt hjá landsliðinu og hefur nú skorað 52 mörk fyrir England. Marcus Rashford skoraði með sínu fyrsta skoti í sínum fyrsta leik með Manchester United, bæði í Evrópukeppni og ensku úrvalsdeildinni og hann lék það eftir í kvöld. Markið skoraði Rashford á 3. mínútu leiksins eftir að fyrirgjöf Raheem Sterling fór í varnarmann og datt fyrir hann í teignum. Wayne Rooney kom inná sem varamaður fyrir Adam Lallana í hálfleik og hann kom enska liðinu í 2-0 á 55. mínútu með laglegu langskoti eftir hraða sókn og sendingu frá Raheem Sterling. Eric Dier, leikmaður Tottenham, var ekki jafnheppinn og United-mennirnir þegar hann varð fyrir því að skalla boltann í gegnum klofið á markverðinum Fraser Forster og í eigið mark. Jose Mourinho tók við liði Manchester United í dag og nokkrum tímum seinna skora tveir verðandi leikmenn hans fyrir enska landsliðið. Hvort að það sé fyrirboði á tíma Mourinho á Old Trafford á hinsvegar eftir að koma í ljós.vísir/getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Sjá meira