Stórsigur KA á Þrótti | Grótta og Selfoss unnu mikilvæga sigra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2015 20:15 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eitt marka KA. Vísir/Andri Marinó Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Þróttara á Akureyrarvelli, 4-1. Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið hefur unnið báða leiki sína eftir þjálfaraskiptin. KA er nú fimm stigum á eftir Þrótti í 2. sæti deildarinnar þegar fimm umferðunum er ólokið. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir Akureyringa. KA komst yfir með sjálfsmarki Karls Brynjars Björnssonar strax á 1. mínútu leiksins en Viktor Jónsson jafnaði metin korteri seinna með sínu 15. deildarmarki í sumar. Davíð Rúnar Bjarnason kom KA aftur yfir á 43. mínútu og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson heimamönnum í 3-1. Það var svo Jóhann Helgason sem gulltryggði sigur KA þegar hann skoraði fjórða markið á 73. mínútu. Á Eskjuvelli vann Grótta mjög mikilvægan sigur á Fjarðabyggð, 2-3. Seltirningar eru nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Viktor Smári Segatta skoraði tvívegis fyrir Gróttu og Atli Freyr Ottesen Pálsson eitt mark. Bjarni Mark Antonsson og Elvar Ingi Vignisson gerðu mörk Fjarðabyggðar sem hefur ekki unnið leik í seinni umferðinni og er komið niður í 6. sæti deildarinnar.Björgvin Stefánsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hauka.vísir/valliTopplið Víkings Ólafsvíkur vann öruggan 3-0 sigur á HK fyrir vestan. Þetta var sjötti sigur Ólsara í röð. Hrvoje Tokic, Ingólfur Sigurðsson og Kristófer Eggertsson gerðu mörk Víkinga sem eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Denis Sytnik var hetja Selfyssinga sem unnu 1-2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum. Þetta var langþráður sigur hjá Selfossi en síðasti sigur liðsins kom 13. júlí. Sytnik gerði bæði mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik en Orri Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar unnu 1-0 sigur á Þór á Schenkervellinum sem hefur reynst Hafnfirðingum drjúgur í sumar. Það var Björgvin Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu en hann hefur átt frábært sumar og er kominn með 14 mörk í 1. deildinni. Haukar eru í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar í því fjórða. Þá vann Grindavík 1-0 sigur á botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Filipsseyingurinn Angel Guirado Aldeguer skoraði sigurmark Grindvíkinga á 78. mínútu. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar en Djúpmenn eru langneðstir með aðeins fimm stig. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Þróttara á Akureyrarvelli, 4-1. Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið hefur unnið báða leiki sína eftir þjálfaraskiptin. KA er nú fimm stigum á eftir Þrótti í 2. sæti deildarinnar þegar fimm umferðunum er ólokið. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir Akureyringa. KA komst yfir með sjálfsmarki Karls Brynjars Björnssonar strax á 1. mínútu leiksins en Viktor Jónsson jafnaði metin korteri seinna með sínu 15. deildarmarki í sumar. Davíð Rúnar Bjarnason kom KA aftur yfir á 43. mínútu og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson heimamönnum í 3-1. Það var svo Jóhann Helgason sem gulltryggði sigur KA þegar hann skoraði fjórða markið á 73. mínútu. Á Eskjuvelli vann Grótta mjög mikilvægan sigur á Fjarðabyggð, 2-3. Seltirningar eru nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Viktor Smári Segatta skoraði tvívegis fyrir Gróttu og Atli Freyr Ottesen Pálsson eitt mark. Bjarni Mark Antonsson og Elvar Ingi Vignisson gerðu mörk Fjarðabyggðar sem hefur ekki unnið leik í seinni umferðinni og er komið niður í 6. sæti deildarinnar.Björgvin Stefánsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hauka.vísir/valliTopplið Víkings Ólafsvíkur vann öruggan 3-0 sigur á HK fyrir vestan. Þetta var sjötti sigur Ólsara í röð. Hrvoje Tokic, Ingólfur Sigurðsson og Kristófer Eggertsson gerðu mörk Víkinga sem eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Denis Sytnik var hetja Selfyssinga sem unnu 1-2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum. Þetta var langþráður sigur hjá Selfossi en síðasti sigur liðsins kom 13. júlí. Sytnik gerði bæði mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik en Orri Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar unnu 1-0 sigur á Þór á Schenkervellinum sem hefur reynst Hafnfirðingum drjúgur í sumar. Það var Björgvin Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu en hann hefur átt frábært sumar og er kominn með 14 mörk í 1. deildinni. Haukar eru í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar í því fjórða. Þá vann Grindavík 1-0 sigur á botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Filipsseyingurinn Angel Guirado Aldeguer skoraði sigurmark Grindvíkinga á 78. mínútu. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar en Djúpmenn eru langneðstir með aðeins fimm stig.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira