Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Hvessir þegar líður á daginn

Hæðarsvæði liggur skammt suður af landinu í dag. Það má búast við vestlægum vindi og að það hvessi um landið norðanvert þegar líður á daginn. Súld eða dálítil rigning af og til á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Vindstyrkur gæti náð að 20 metrum á sekúndu í kvöld, en mun hægari vindur verður um landið sunnanvert. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig.

Veður


Fréttamynd

„Við Davíð næstum því slógumst allan tímann“

Í Íslandi í dag í gærkvöldi var farið í ákveðinn afmælisbúning því í ár fagnar fréttastofan 35 ára sjónvarpsafmæli Kryddsíldar, en Kryddsíld var vel að merkja fyrstu árin á Bylgjunni og hóf þar göngu sína árið 1986. Í Kryddsíld hittast stjórnmálamenn á síðasta degi ársins, spariklæddir, og halda veislu og reyna að kjarna þau mál sem mestu skiptu á árinu.

Lífið
Fréttamynd

Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar

Áformað er hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnuleitar í byrjun nýs árs. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á tímabilinu 4. til 6. janúar. Stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa er svo ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Árið sem er að líða

Þó stjórnin hafi stígið skref í átt að hagræðingu í ríkisrekstri má þó segja að fyrsta ár hennar hafi haft sterkan svip varðstöðu um tekjustofna og tekjumöguleika. Samskipti við stjórnmálamenn voru önnur en verið hafði en þeim má helst lýsa þannig að ráðherrar eigi í flestum tilvikum síðasta orðið en ekki Alþingi.

Umræðan