Innherji

Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum er­lendra sjóða í Ís­lands­banka

Hörður Ægisson skrifar
Hlutabréfaverð Íslandsbanka fór hæst upp í 121 krónu á hlut á markaði í dag, sem jafngildir um um 13,5 prósent hærra gengi miðað við hið fastsetta útboðsengi sem var 106,56 krónur á hlut.
Hlutabréfaverð Íslandsbanka fór hæst upp í 121 krónu á hlut á markaði í dag, sem jafngildir um um 13,5 prósent hærra gengi miðað við hið fastsetta útboðsengi sem var 106,56 krónur á hlut. Vilhelm Gunnarsson

Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum.


Tengdar fréttir

„Framar okkar björtustu vonum

Ólafur Guðmundur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, segist gríðarlega ánægður með árangurinn

Grein­endur verð­meta Ís­lands­banka 33 pró­sentum yfir lág­marks­gengi í út­boðinu

Samkvæmt nýlegum greiningum frá nokkrum innlendum hlutabréfagreinendum verðmeta þeir Íslandsbanka að meðaltali á liðlega 33 prósentum hærra gengi í samanburði við það lágmarksverð sem almenningi gefst kostur á að kaupa fyrir í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Mikill fjöldi erlendra söluráðgjafa sem er fenginn að verkefninu gefur til kynna væntingar um að þátttaka erlendra fjárfesta verði talsverð en magn seldra hluta ríkisins getur meira en tvöfaldast frá grunnstærð þess, og því talsverð óvissa um hversu stórt útboðið verður.

Um­fram­fé Ís­lands­banka verður hátt í 40 milljarðar með nýju banka­reglu­verki

Umtalsvert minni niðurfærsla á lánasafni Íslandsbanka en búist var við þýddi að afkoman á fyrsta fjórðungi, sem er að birtast fáeinum dögum áður en ríkið áformar að selja stóran hluta í bankanum, var umfram væntingar greinenda en þrátt fyrir það er arðsemin nokkuð undir markmiði. Með bættri fjármagnsskipan og innleiðingu á nýju bankaregluverki mun umfram eigið fé Íslandsbanka, að sögn stjórnenda, vera hátt í fjörutíu milljarðar króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×