Borgarstjórn

Fréttamynd

Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans

Skorið hefur verið á fána­böndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög ó­eðli­leg nálgun“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu.

Innlent
Fréttamynd

Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráð­húsið

Borgarráð hefur samþykkt að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin sé ekki að refsa Grafar­vogs­búum

Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera.

Innlent
Fréttamynd

Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalar­nesi

Mesta nýtingin á frístundakorti Reykjavíkur er meðal drengja á Kjalarnesi, 92 prósent, og sú versta meðal stúlkna á Kjalarnesi en aðeins rúmur helmingur stúlkna þar nýtir styrkinn. Þar á eftir er nýtingin verst í Efra-Breiðholti þar sem 67 prósent drengja nýta það og 63 prósent stúlkna. Nýtingin hefur aukist frá því að styrkurinn var fyrst gerður aðgengilegur 2012 úr um 75 prósent að meðaltali í um 80 prósent að meðaltali.

Innlent
Fréttamynd

For­maður og gjald­keri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot

Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn – Rödd skyn­seminnar í borginni

„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja bjóða út eftir­lit en meiri­hlutanum líst ekkert á það

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum.

Innlent
Fréttamynd

Á­tak til að stytta bið­lista barna eftir sér­fræðiað­stoð

Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“

Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær samning milli borgarinnar og íþróttafélagsins Aþenu, um styrk vegna íþróttastarfs. Samningurinn var samþykktur einróma. Þjálfari Aþenu segist sáttur að samningur sé í höfn en bras undanfarna mánaða hafi sett starfið í algjört uppnám. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja lækka fast­eigna­skatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“

Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins er­lendis en fær að veiða í júlí

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun. Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að Reykvíkingur ársins opni árnar með borgarstjóra en samkvæmt svörum frá borginni var hann erlendis og verður því ekki tilkynntur fyrr en í júlí.

Innlent
Fréttamynd

„Easy come, easy go“

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum. 

Innlent
Fréttamynd

Slá færri svæði í nafni sjálfbærni

Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra.

Innlent
Fréttamynd

Einar horfir til hægri

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri.

Innlent
Fréttamynd

Gas­lýsing Guð­laugs Þórs

Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða.

Skoðun
Fréttamynd

Þar sem fegurðin ríkir ein

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“

Skoðun