Bandaríkin

Fréttamynd

Sak­sóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjár­mál Trump

Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn

Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri.

Erlent
Fréttamynd

Biden ætlar ekki á landsfund Demókrataflokksins

Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, ætlar ekki að verða viðstaddur landsfund í Wisconsin þar sem hann verður formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins í þessum mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Neil Young höfðar mál gegn Trump

Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við.

Erlent
Fréttamynd

Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar

Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum.

Erlent
Fréttamynd

Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Reni Santoni látinn

Bandaríski kvikmynda- og sjónvarpsleikarinn Reni Santoni lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Fundust heilir á húfi á eyði­eyju

Þremur míkrónesískum sjómönnum sem strönduðu á örsmárri eyðieyju í vestur-Kyrrahafi var bjargað eftir að björgunarsveitamenn komu auga á SOS-merki sem þeir höfðu skrifað í sandinn á strönd eyjarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump kallar eftir dauða­refsingu

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa

Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.