Bandaríkin

Fréttamynd

Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 

Erlent
Fréttamynd

„Ég hélt að hann yrði for­stjóri“

Ungi maðurinn sem grunaður er um að bana íhaldssama áhrifavaldinum Charlie Kirk í Utah á miðvikudag ólst upp í hægrisinnaðri mormónafjölskyldu þar sem skotvopn virðast hafa verið í hávegum höfð. Þó foreldrar hans séu repúblikanar er hann sjálfur ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið. Kunningjar hans lýsa honum sem hlédrægu gáfnaljósi með mikinn áhuga á tölvuleikjum. Hann hafi alla tíð verið afbragðsnámsmaður, og jafnvel smá kennarasleikja.

Erlent
Fréttamynd

Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið

Erika Kirk, ekkja hægri-áhrifavaldsins Charlie Kirk sem var skotinn til bana á miðvikudag, tjáði sig opinberlega í fyrsta sinn frá morðinu í gærkvöldi. Hún hét því að halda boðskap hans á lífi og ávarpaði morðingja hans beint.

Erlent
Fréttamynd

Snýr aftur sem rit­stjóri eftir tvo ára­tugi

Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar.

Lífið
Fréttamynd

Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“

Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk.

Erlent
Fréttamynd

Hefja frumkvæðisathugun á dauðs­föllum tengdum bóluefnum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið hand­samaður

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur.

Erlent
Fréttamynd

Breytingar hjá Microsoft koma fyrir­tækinu hjá sektum

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst aðskilja samskiptaforritið Teams frá Office-hugbúnaðinum og selja þau hvort í sínu lagi. Með þessu leitast fyrirtækið við að komast hjá háum sektum sem Evrópusambandið hafði í hótunum á grundvelli samkeppnisreglna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vinirnir vestan­hafs hafi á­hyggjur af stig­mögnun

Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York

„Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. 

Tónlist
Fréttamynd

Morðið á Kirk vekur upp um­ræðu um mál­frelsi

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Stefán Einar Stefánsson ræddu umræðu sem hefur skapast eftir morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk sem var myrtur í gær. Hugtök líkt og málfrelsi og þöggun hafa verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku

Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd.

Innlent
Fréttamynd

Breskur sendi­herra rekinn vegna tengsla við Epstein

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, rak í dag Peter Mandelson sem sendiherra í Bandaríkjunum vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Mandelson kallaði Epstein sinn „besta vin“ í alræmdu afmæliskorti til hans.

Erlent
Fréttamynd

Hver var Charli­e Kirk?

MAGA-hreyfing Donalds Trump Bandaríkjaforseta er í sárum eftir að Charlie Kirk, einn helsti baráttumaður hennar, var veginn úr launsátri í gær. Hratt ris Kirk til metorða á hægri vængnum endurspeglaði þá heiftarlegu skautun sem einkennir nú bandarísk stjórnmál og samfélag.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum

Leit að þeim sem skaut bandaríska hægri sinnaða áhrifavaldinn Charlie Kirk til bana á útisamkomu í Utah í gærkvöldi stendur yfir. Morðvopnið er fundið og lögregla hefur dreift myndum af karlmanni sem leitað er að.

Erlent
Fréttamynd

Tug­milljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur at­hygli

Sænska ofurfyrirsætan Elsa Hosk og breski athafnamaðurinn Tom Daly eru trúlofuð, tíu árum eftir að þau byrjuðu saman. Hosk greindi frá tímamótunum með fallegri myndafærslu á Instagram í gær, þar sem meðal annars mátti sjá trúlofunarhring hennar sem er stærðarinnar demantshringur frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co.

Lífið
Fréttamynd

Yankees heiðruðu Charlie Kirk

New York Yankees héldu og heiðruðu mínútuþögn fyrir leik liðsins í nótt, til minningar um íhaldssama áhrifavaldinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum í gær.

Sport
Fréttamynd

Ás­laug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr tíma hjá Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í MPA-námi sínu við Columbia-háskóla þessa önn.

Lífið
Fréttamynd

Banda­maður Trumps skotinn til bana á fjöl­mennum við­burði

Charlie Kirk, hægri sinnaður bandarískur áhrifavaldur og bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana fyrir framan um þrjú þúsund manns á viðburði í háskóla í Utah. Ríkisstjóri Utan hefur lýst morðinu sem „pólitísku launmorði“.

Erlent
Fréttamynd

Ellison klórar í hælana á Musk

Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum

Fyrrverandi eiginmaður Kristinar Cabot, mannauðsstjóra tæknifyrirtækisins Astronomer, sem var gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron, forstjóra Astronomer, á Coldplay-tónleikum í júlí, segir þau þegar hafa ætlað að skilja fyrir fjölmiðlafárið.

Lífið
Fréttamynd

Efast um að Banda­ríkin leyfi sjálf­stætt Græn­land

Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki.

Erlent
Fréttamynd

Taka tolla Trumps í flýtimeðferð

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Standa fast á því að undir­skriftin sé ekki Trumps

Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð.

Erlent