Bandaríkin

Fréttamynd

Tals­maður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk

Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi.

Lífið
Fréttamynd

Þor­gerður mætt en sögu­leg fjar­vera Rubio vekur furðu

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning.

Erlent
Fréttamynd

Stöðva af­greiðslu um­sókna inn­flytj­enda frá ní­tján ríkjum

Bandaríkjastjórn hefur sett alla meðferð mála innflytjenda frá nítján ríkjum á bið, sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að einstaklingar sem voru búnir að fara í gegnum ferlið og áttu aðeins eftir að fá ríkisborgararétt sinn formlega staðfestan eru nú í fullkominni óvissu um stöðu sína.

Erlent
Fréttamynd

Engin niður­staða á annars „gagn­legum“ fundi

Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur.

Erlent
Fréttamynd

Hringir viðvörunarbjöllum vegna sam­keppni frá Google

Sam Altman, forstjóri OpenAI, fyrirtækisins sem er hvað þekktast fyrir ChatGPT mállíkanið sagði starfsmönnum sínum í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að hringja viðvörunarbjöllum þar. Búið væri að lýsa yfir neyðarástandi og er það vegna aukinnar samkeppni frá öðrum fyrirtækjum á sviði gervigreindar, sérstaklega vegna samkeppni frá Google.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seti Hondúras laus eftir náðun Trumps

Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Segist til­búinn í stríð við Evrópu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður.

Erlent
Fréttamynd

Segir Sinatra hafa verið „risa­vaxinn“ neðan beltis

Dægurlagasöngvarinn Paul Anka tjáði sig óvænt um typpastærð Franks Sinatra í nýlegu viðtali. Sagðist Anka stundum hafa átt erfitt með að halda augnsambandi í sánunni með Rottugenginu en stærð Sinatra hafi þó ekki átt neitt í grínistann Milton Berle.

Lífið
Fréttamynd

Viður­kenna um­deilda á­rás en fría Hegseth á­byrgð

Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það.

Erlent
Fréttamynd

Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín

Sonur hins víðfræga fíkniefnabaróns sem kallast „El Chapo“ er sagður ætla að gangast við sekt í dómsal í dag. Hann hefur verið ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Chicago, eftir að hafa platað fyrrverandi samstarfsfélaga föður síns og annan stofnanda Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Jordan reynir að troða á stjórn­endum sports „sveita­lubba“

Dómsmál NASCAR-liðs körfuboltagoðsagnarinnar Michaels Jordan gegn skipuleggjanda kappakstursraðarinnar hefst fyrir alríkisdómstól í dag. Lyktir málsins gætu gerbreytt íþróttinni. Málaferlin hafa grafið upp ýmis vandræðaleg ummæli málsaðila um hver annan og aðdáendur íþróttarinnar á bak við luktar dyr.

Sport
Fréttamynd

Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægi­lega vel við Úkraínu

Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður.

Erlent
Fréttamynd

Líta eigi á loft­helgi Venesúela sem lokaða

Bandaríkjaforseti segir að líta eigi á lofthelgina yfir Venesúela sem lokaða en útskýrði ekki nánar hvers vegna. Í lok október á forsetinn að hafa heimilað bandaríska hernum að gera loftárásir á meinta fíkniefnaframleiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Stöðva af­greiðslu allra hælisumsókna

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna um óákveðinn tíma í kjölfar þess að tveir þjóðvarðliðar voru skotnir í Washington-borg. 

Erlent
Fréttamynd

Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kali­forníu

„Það er gríðarleg gróska en rosalega mikil samkeppni líka,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Kristjánsson sem hefur upplifað mörg ævintýrin á sínum ferli. Halldór, sem er fæddur árið 1992, byrjaði árið að búa hjá og læra af norskri raunveruleikastjörnu og myndlistargoðsögn og fékk mikinn innblástur þar.

Menning
Fréttamynd

Keyrði þvert yfir Banda­ríkin til að skjóta tvo her­menn

Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Pól­verjar kaupa kaf­báta af Svíum

Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn

Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bað for­sætis­ráð­herra Japan að ögra ekki Kín­verjum

Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Bryn­dís Líf og Stefán eiga von á dreng

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Bryndís Líf Eiríksdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Stefáni Jónssyni. Parið greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að þau eigi von á dreng í apríl næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Fyrir­skipar ítar­legar rann­sóknir á öllum Afgönum í Banda­ríkjunum

Maðurinn sem skaut á tvo þjóðvarðliða í Washington DC í gær er frá Afganistan og kom til Bandaríkjanna árið 2021. Þetta sagði Donald Trump forseti í ávarpi í gærköldi frá Flórída þar sem hann var staddur þegar árásin varð gerð. Öll afgreiðsla hælisumsókna frá Afganistan hefur nú verið stöðvuð og Trump fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á þeim Afgönum sem þegar eru í Bandaríkjunum.

Erlent