Bandaríkin Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Todd Blanche vararíkissaksóknari Bandaríkjanna tilkynnti í dag um útgáfu á milljóna blaðsíðna úr hinum svokölluðum Epstein-skjölum varðandi mál barnaníðingsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Áður óséð skjöl varpa frekara ljósi á andlát hans. Erlent 30.1.2026 20:28 Ákæru fyrir manndráp vísað frá Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum munu ekki geta farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, af dögum árið 2024. Erlent 30.1.2026 16:48 Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Leikkonan Odessa A’zion hefur hætt við að leika í kvikmyndinni Deep Cuts, sem byggir á samnefndri metsölubók, í kjölfar harkalegra viðbragða netverja. Óánægjan byggðist á því að persónan sem Odessa átti að leika var af mexíkóskum og gyðingaættum meðan leikkonan er af þýskum og gyðingaættum. Bíó og sjónvarp 30.1.2026 13:17 Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Kevin M. Warsh næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Öldungadeildin þarf að staðfesta valið. Erlent 30.1.2026 13:07 PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Patrick Reed, siguvegari á Masters árið 2018, er hættur á LIV-mótaröðinni og fær að snúa aftur á PGA-mótaröðina seinna á þessu ári. Hann er annar þekkti kylfingurinn sem LIV missir á skömmum tíma en með honum endurheimtir PGA-mótaröðin eina umdeildustu stjörnu sína á síðari árum. Sport 30.1.2026 12:33 Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það væri „afar hættulegt“ fyrir Breta að leitast eftir því að eiga í auknum og nánari samskiptum við Kína. Ummælin lét forsetinn falla eftir að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, átti þriggja tíma fund með Xi Jinping, forseta Kína, í Pekíng. Erlent 30.1.2026 09:07 Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði heitið því að gera tímabundið hlé á loftárásum sínum á Kænugarð, sem hafa miðað að því að valda skemmdum á orkuinnviðum og svipta íbúa hlýju í vetrarkuldanum. Erlent 30.1.2026 06:55 Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, leiðir umfangsmikla leit ríkisstjórnar Donalds Trump að vísbendingum um umfangsmikið kosningasvindl sem forsetinn segir að hafi kostað sig sigur í forsetakosningunum 2020. Trump hefur ítrekað haldið því fram að sú hafi verið raunin en hvorki hann né bandamenn hans hafa getað fært almennileg rök fyrir því. Erlent 29.1.2026 23:56 Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að þykjast vera fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til að frelsa Luigi Mangione úr haldi. Maðurinn var með pítsaskera í fórum sínum. Erlent 29.1.2026 22:12 Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Alríkissaksóknarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa hótað því að hætta í massavís. Er það vegna þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi rannsóknir á dauða þeirra Renée Good og Alex Pretti, sem skotin voru til bana af útsendurum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Erlent 29.1.2026 18:29 Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen, betur þekktur sem Stjórinn, hefur gefið út lagið „Streets of Minneapolis“ þar sem hann heiðrar minningu Alex Pretti og Renee Good sem létust í aðgerðum ICE í Minneapolis og mótmælir stjórn Donalds Trump. Tónlist 29.1.2026 10:34 Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Allar tekjur af sölu olíu frá Venesúela munu rata í sjóð í umsjá Katar. Þá munu stjórnvöld í Venesúela hafa samþykkt að leggja fram mánaðarlega fjárhagsáætlun, sem verður fjármögnuð með úthlutun úr sjóðnum. Fjármögnunin verður háð samþykki Bandaríkjastjórnar. Erlent 29.1.2026 08:35 Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Mennirnir tveir sem skutu Alex Pretti til bana í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögum hafa verið sendir í leyfi, eins og iðulega er gert þegar löggæsluaðilar skjóta fólk. Einn nánasti og áhrifamesti ráðgjafi Donalds Trump segir að mennirnir og aðrir útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafi mögulega ekki fylgt starfsreglum. Erlent 28.1.2026 20:14 Segir Trump ekki reiðan Íslandi Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé ekki reiður Íslandi. Trump talaði nokkrum sinnum í síðustu viku, á tveimur mismunandi dögum, um Ísland. Í einu tilfelli talaði hann um að vegna Íslands væri öðrum leiðtogum í Atlantshafsbandalaginu illa við sig og að Ísland hefði leitt til lækkana á mörkuðum vestanhafs. Erlent 28.1.2026 17:40 Dómsdagsklukkan færð fram Hin svokallaða dómsdagsklukka hefur verið færð fram og stendur nú í 85 sekúndum frá miðnætti, sem er met. Í fyrra var hún í 89 og færðist því fjórum sekúndum nær endalokunum milli ára. Dómsdagsklukkan er tæki vísindamanna til að sýna fram á það hve nálægt mannkynið er heimsendi. Erlent 28.1.2026 17:02 Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Tæknirisinn Amazon ætlar í niðurskurð og geta sextán þúsund starfsmenn fyrirtækisins átt von á uppsagnarbréfi. Tilkynnt var um niðurskurðinn nokkrum klukkustundum eftir að tölvupóstur sem innihélt trúnaðarupplýsingar var sendur á starfsfólkið fyrir mistök. Viðskipti erlent 28.1.2026 15:15 Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Bandarískur herskipafloti nálgast Íran og hótar Bandaríkjaforseti því að tíminn sé að renna út fyrir írönsk stjórnvöld að semja um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Íranar segjast reiðubúnir til viðræðna en þeir séu einnig að verjast af festu. Erlent 28.1.2026 15:00 Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Forsætisráðherra Slóvakía og ein helsta klappstýra Donalds Trump í Evrópu er sagður hafa verið sleginn yfir því hvernig bandaríski forsetinn talaði til hans og sálarástandi hans á dögunum. Trump hafi virst „hættulegur“. Ráðherrann hafnar fréttum af meintum ummælum hans. Erlent 28.1.2026 13:42 Mjúk lending í Bandaríkjunum og aukinn hagvöxtur í farvatninu Eftir viðburðarríkt ár á alþjóðlegum mörkuðum er nýtt ár gengið í garð þar sem ekki er skortur á fréttaefni enda er heimsmyndin að taka miklum breytingum þessa dagana. Hins vegar er mikilvægt að horfa á staðreyndir þegar lagt er mat á hina efnahagslegu stöðu sem blasir við alþjóðlegum fjárfestum. Umræðan 28.1.2026 12:16 Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Maður réðist að þingkonunni Ilhan Omar á íbúafundi í Minneapolis í gærkvöldi og sprautaði á hana óþekktu og illa lyktandi efni. Maðurinn var yfirbugaður af öryggisvörðum og Omar hélt áfram með ræðu sína. Erlent 28.1.2026 08:02 Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, eða ICE, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga. Það er sérstaklega vegna ástandsins í Minnesota, þar sem þúsundir útsendara ICE og annarra stofnana heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli að undanförnu og skotið tvo íbúa til bana. Erlent 28.1.2026 08:02 Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum mega ekki senda Liam Conejo Ramos og föður hans, Adrian Conejo Arias, úr landi á meðan mál þeirra er til umfjöllunar hjá dómstólum. Liam, 5 ára, rataði í heimsfréttirnar í síðustu viku, þegar skólayfirvöld í Minneapolis deildu mynd af honum þar sem hann hafði verið tekinn af yfirvöldum í aðgerð gegn föður hans. Erlent 28.1.2026 07:14 Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa greint frá því að þau hyggist halda margra daga heræfingar í Mið-Austurlöndum, til að sýna fram á hernaðargetu Bandaríkjanna á svæðinu. Erlent 28.1.2026 06:51 Svíar líta til kjarnorkuvopna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ríkisstjórn hans hafi átt í grunnviðræðum við yfirvöld Í Bretlandi og í Frakklandi um mögulegt samstarf á sviði kjarnorkuvopna. Ummælin þykja benda til þess að ráðamenn í Evrópu telji sig geta mögulega ekki reitt sig á vernd Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2026 22:50 Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sérfræðingur um bandarísk stjórnmál segir augljóst að staðan í Minneapolis í Minnesota sé eldfim og borgin sé púðurtunna vegna spennu á milli almennra borgara og illra þjálfaðra löggæslumanna á vegum innflytjendaeftirlitsins ICE. Vonandi muni staðan róast með tilkomu nýs yfirmanns í borginni. Erlent 27.1.2026 20:13 Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Kynlífsatriði sautján ára stúlku í kvikmyndinni Good Time frá 2017 ku hafa valdið því að bræðurnir Josh og Benny Safdie, heitasta leikstjórnartvíeyki Hollywood, slitu samstarfi sínu eftir rúmlega fimmtán ára samvinnu. Josh á að hafa komist að aldri stúlkunnar á tökustað en Benny ekki orðið almennilega meðvitaður um aldur hennar fyrr en sex árum síðar. Bíó og sjónvarp 27.1.2026 17:28 Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney gæti átt yfir höfði sér málsókn eftir að hafa klifrað í leyfisleyfi upp á Hollywood-skiltið í Los Angeles og skreytt það með brjóstahöldurum úr nýju nærfatalínunni sinni. Lífið 27.1.2026 11:56 Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Heimildarmyndin Time and Water, sem byggir á bókinni Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason, verður heimsfrumsýnd á Sundance-hátíðinni í dag. Kvikmyndagerðarmennirnir fengur óskertan aðgang að myndefni sem fjölskylda Andri hafði tekið frá 1955 til samtímans og fléttu það saman við íslenska náttúru. Bíó og sjónvarp 27.1.2026 10:55 Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Fulltrúar Evrópusambandsins og Indlands hafa lagt lokahönd á fríverslunarsamning sem hefur verið í smíðum, með hléum, í nærri tvo áratugi. Báðir aðilar eru sagðir freista þess að styrkja tengslin sín á milli og við önnur ríki heims, meðal annars vegna óútreiknanlegrar framgöngu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu. Erlent 27.1.2026 07:42 Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Svo virðist sem gríðarleg reiði og hörð gagnrýni vegna framgöngu innflytjendayfirvalda í Minneapolis sé farin að hafa áhrif á stjórnvöld vestanhafs en erlendir miðlar greina frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að láta Greg Bovino, sem farið hefur fyrir aðgerðum í borginni, snúa aftur til fyrri starfa í Kaliforníu. Erlent 27.1.2026 06:48 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Todd Blanche vararíkissaksóknari Bandaríkjanna tilkynnti í dag um útgáfu á milljóna blaðsíðna úr hinum svokölluðum Epstein-skjölum varðandi mál barnaníðingsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Áður óséð skjöl varpa frekara ljósi á andlát hans. Erlent 30.1.2026 20:28
Ákæru fyrir manndráp vísað frá Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum munu ekki geta farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, af dögum árið 2024. Erlent 30.1.2026 16:48
Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Leikkonan Odessa A’zion hefur hætt við að leika í kvikmyndinni Deep Cuts, sem byggir á samnefndri metsölubók, í kjölfar harkalegra viðbragða netverja. Óánægjan byggðist á því að persónan sem Odessa átti að leika var af mexíkóskum og gyðingaættum meðan leikkonan er af þýskum og gyðingaættum. Bíó og sjónvarp 30.1.2026 13:17
Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Kevin M. Warsh næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Öldungadeildin þarf að staðfesta valið. Erlent 30.1.2026 13:07
PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Patrick Reed, siguvegari á Masters árið 2018, er hættur á LIV-mótaröðinni og fær að snúa aftur á PGA-mótaröðina seinna á þessu ári. Hann er annar þekkti kylfingurinn sem LIV missir á skömmum tíma en með honum endurheimtir PGA-mótaröðin eina umdeildustu stjörnu sína á síðari árum. Sport 30.1.2026 12:33
Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það væri „afar hættulegt“ fyrir Breta að leitast eftir því að eiga í auknum og nánari samskiptum við Kína. Ummælin lét forsetinn falla eftir að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, átti þriggja tíma fund með Xi Jinping, forseta Kína, í Pekíng. Erlent 30.1.2026 09:07
Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði heitið því að gera tímabundið hlé á loftárásum sínum á Kænugarð, sem hafa miðað að því að valda skemmdum á orkuinnviðum og svipta íbúa hlýju í vetrarkuldanum. Erlent 30.1.2026 06:55
Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, leiðir umfangsmikla leit ríkisstjórnar Donalds Trump að vísbendingum um umfangsmikið kosningasvindl sem forsetinn segir að hafi kostað sig sigur í forsetakosningunum 2020. Trump hefur ítrekað haldið því fram að sú hafi verið raunin en hvorki hann né bandamenn hans hafa getað fært almennileg rök fyrir því. Erlent 29.1.2026 23:56
Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að þykjast vera fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til að frelsa Luigi Mangione úr haldi. Maðurinn var með pítsaskera í fórum sínum. Erlent 29.1.2026 22:12
Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Alríkissaksóknarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa hótað því að hætta í massavís. Er það vegna þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi rannsóknir á dauða þeirra Renée Good og Alex Pretti, sem skotin voru til bana af útsendurum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Erlent 29.1.2026 18:29
Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen, betur þekktur sem Stjórinn, hefur gefið út lagið „Streets of Minneapolis“ þar sem hann heiðrar minningu Alex Pretti og Renee Good sem létust í aðgerðum ICE í Minneapolis og mótmælir stjórn Donalds Trump. Tónlist 29.1.2026 10:34
Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Allar tekjur af sölu olíu frá Venesúela munu rata í sjóð í umsjá Katar. Þá munu stjórnvöld í Venesúela hafa samþykkt að leggja fram mánaðarlega fjárhagsáætlun, sem verður fjármögnuð með úthlutun úr sjóðnum. Fjármögnunin verður háð samþykki Bandaríkjastjórnar. Erlent 29.1.2026 08:35
Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Mennirnir tveir sem skutu Alex Pretti til bana í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögum hafa verið sendir í leyfi, eins og iðulega er gert þegar löggæsluaðilar skjóta fólk. Einn nánasti og áhrifamesti ráðgjafi Donalds Trump segir að mennirnir og aðrir útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafi mögulega ekki fylgt starfsreglum. Erlent 28.1.2026 20:14
Segir Trump ekki reiðan Íslandi Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé ekki reiður Íslandi. Trump talaði nokkrum sinnum í síðustu viku, á tveimur mismunandi dögum, um Ísland. Í einu tilfelli talaði hann um að vegna Íslands væri öðrum leiðtogum í Atlantshafsbandalaginu illa við sig og að Ísland hefði leitt til lækkana á mörkuðum vestanhafs. Erlent 28.1.2026 17:40
Dómsdagsklukkan færð fram Hin svokallaða dómsdagsklukka hefur verið færð fram og stendur nú í 85 sekúndum frá miðnætti, sem er met. Í fyrra var hún í 89 og færðist því fjórum sekúndum nær endalokunum milli ára. Dómsdagsklukkan er tæki vísindamanna til að sýna fram á það hve nálægt mannkynið er heimsendi. Erlent 28.1.2026 17:02
Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Tæknirisinn Amazon ætlar í niðurskurð og geta sextán þúsund starfsmenn fyrirtækisins átt von á uppsagnarbréfi. Tilkynnt var um niðurskurðinn nokkrum klukkustundum eftir að tölvupóstur sem innihélt trúnaðarupplýsingar var sendur á starfsfólkið fyrir mistök. Viðskipti erlent 28.1.2026 15:15
Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Bandarískur herskipafloti nálgast Íran og hótar Bandaríkjaforseti því að tíminn sé að renna út fyrir írönsk stjórnvöld að semja um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Íranar segjast reiðubúnir til viðræðna en þeir séu einnig að verjast af festu. Erlent 28.1.2026 15:00
Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Forsætisráðherra Slóvakía og ein helsta klappstýra Donalds Trump í Evrópu er sagður hafa verið sleginn yfir því hvernig bandaríski forsetinn talaði til hans og sálarástandi hans á dögunum. Trump hafi virst „hættulegur“. Ráðherrann hafnar fréttum af meintum ummælum hans. Erlent 28.1.2026 13:42
Mjúk lending í Bandaríkjunum og aukinn hagvöxtur í farvatninu Eftir viðburðarríkt ár á alþjóðlegum mörkuðum er nýtt ár gengið í garð þar sem ekki er skortur á fréttaefni enda er heimsmyndin að taka miklum breytingum þessa dagana. Hins vegar er mikilvægt að horfa á staðreyndir þegar lagt er mat á hina efnahagslegu stöðu sem blasir við alþjóðlegum fjárfestum. Umræðan 28.1.2026 12:16
Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Maður réðist að þingkonunni Ilhan Omar á íbúafundi í Minneapolis í gærkvöldi og sprautaði á hana óþekktu og illa lyktandi efni. Maðurinn var yfirbugaður af öryggisvörðum og Omar hélt áfram með ræðu sína. Erlent 28.1.2026 08:02
Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, eða ICE, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga. Það er sérstaklega vegna ástandsins í Minnesota, þar sem þúsundir útsendara ICE og annarra stofnana heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli að undanförnu og skotið tvo íbúa til bana. Erlent 28.1.2026 08:02
Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum mega ekki senda Liam Conejo Ramos og föður hans, Adrian Conejo Arias, úr landi á meðan mál þeirra er til umfjöllunar hjá dómstólum. Liam, 5 ára, rataði í heimsfréttirnar í síðustu viku, þegar skólayfirvöld í Minneapolis deildu mynd af honum þar sem hann hafði verið tekinn af yfirvöldum í aðgerð gegn föður hans. Erlent 28.1.2026 07:14
Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa greint frá því að þau hyggist halda margra daga heræfingar í Mið-Austurlöndum, til að sýna fram á hernaðargetu Bandaríkjanna á svæðinu. Erlent 28.1.2026 06:51
Svíar líta til kjarnorkuvopna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ríkisstjórn hans hafi átt í grunnviðræðum við yfirvöld Í Bretlandi og í Frakklandi um mögulegt samstarf á sviði kjarnorkuvopna. Ummælin þykja benda til þess að ráðamenn í Evrópu telji sig geta mögulega ekki reitt sig á vernd Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2026 22:50
Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sérfræðingur um bandarísk stjórnmál segir augljóst að staðan í Minneapolis í Minnesota sé eldfim og borgin sé púðurtunna vegna spennu á milli almennra borgara og illra þjálfaðra löggæslumanna á vegum innflytjendaeftirlitsins ICE. Vonandi muni staðan róast með tilkomu nýs yfirmanns í borginni. Erlent 27.1.2026 20:13
Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Kynlífsatriði sautján ára stúlku í kvikmyndinni Good Time frá 2017 ku hafa valdið því að bræðurnir Josh og Benny Safdie, heitasta leikstjórnartvíeyki Hollywood, slitu samstarfi sínu eftir rúmlega fimmtán ára samvinnu. Josh á að hafa komist að aldri stúlkunnar á tökustað en Benny ekki orðið almennilega meðvitaður um aldur hennar fyrr en sex árum síðar. Bíó og sjónvarp 27.1.2026 17:28
Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney gæti átt yfir höfði sér málsókn eftir að hafa klifrað í leyfisleyfi upp á Hollywood-skiltið í Los Angeles og skreytt það með brjóstahöldurum úr nýju nærfatalínunni sinni. Lífið 27.1.2026 11:56
Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Heimildarmyndin Time and Water, sem byggir á bókinni Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason, verður heimsfrumsýnd á Sundance-hátíðinni í dag. Kvikmyndagerðarmennirnir fengur óskertan aðgang að myndefni sem fjölskylda Andri hafði tekið frá 1955 til samtímans og fléttu það saman við íslenska náttúru. Bíó og sjónvarp 27.1.2026 10:55
Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Fulltrúar Evrópusambandsins og Indlands hafa lagt lokahönd á fríverslunarsamning sem hefur verið í smíðum, með hléum, í nærri tvo áratugi. Báðir aðilar eru sagðir freista þess að styrkja tengslin sín á milli og við önnur ríki heims, meðal annars vegna óútreiknanlegrar framgöngu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu. Erlent 27.1.2026 07:42
Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Svo virðist sem gríðarleg reiði og hörð gagnrýni vegna framgöngu innflytjendayfirvalda í Minneapolis sé farin að hafa áhrif á stjórnvöld vestanhafs en erlendir miðlar greina frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að láta Greg Bovino, sem farið hefur fyrir aðgerðum í borginni, snúa aftur til fyrri starfa í Kaliforníu. Erlent 27.1.2026 06:48