Háskólar

Fréttamynd

Rektor rýfur þögnina eftir mót­mælin á Þjóð­minja­safninu

Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum.

Innlent
Fréttamynd

Ragna og Rögn­valdur ráðin aðstoðarrektorar

Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, hafa verið ráðin aðstoðarrektorar við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Skýr stefna um mál­frelsi

Eins og kunnugt er af fréttaflutningi, meinuðu mótmælendur prófessor frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael að halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Fyrirlesturinn var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (Pension Research Institute Iceland – PRICE – á ensku).

Skoðun
Fréttamynd

„Ég segi bara að þögn er sama og sam­þykki“

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans.

Innlent
Fréttamynd

Akademískt frelsi og ó­kur­teisi

Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki.

Skoðun
Fréttamynd

Er Akur­eyri að missa há­skólann sinn?

Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­efni stjórn­valda að takast á við undan­tekningar í skóla­kerfinu

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á.

Innlent
Fréttamynd

„Maður getur þakkað ís­lenskum bók­menntum fyrir H.C. Ander­sen“

Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum.  Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu.

Lífið
Fréttamynd

Við styðjum Ingólf Gísla­son og annað starfs­fólk í akademískri sniðgöngu

Við, undirrituð, stöndum með Ingólfi Gíslasyni, lektor við Háskóla Íslands, sem nú sætir persónulegum árásum vegna þátttöku hans í mótmælum gegn því að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein frá Bar-Ilan háskóla fengi að halda fyrirlestur um gervigreind í boði Pension Research Institute Iceland (PRICE), rannsóknarstofnunar um lífeyrismál sem leidd er af prófessor við Háskóla Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs

Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla.

Skoðun
Fréttamynd

Skrefi nær draumnum um þjónustu­í­búð með vinningnum

Einn stálheppinn miðaeigandi vann sextíu skattfrjálsar millljónir króna þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Sá segist nú eiga möguleika á að láta drauminn rætast um að komast í þjónustuíbúð, en er einnig umhugað um að geta aðstoðað börnin sín. 

Innlent
Fréttamynd

„Yfir­gangur gyðinga­hataranna er al­ger­lega ó­þolandi“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir rektor Háskóla Íslands eiga að áminna Ingólf Gíslason, fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan skólans, með því að hafa afstýrt fyrirlestri ísraelsks prófessors í gær. Ingólfur segir að Háskóli Íslands sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki eigi að gera ein­stak­linga á­byrga fyrir gerðum ríkis­stjórnar

Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­lestri ísraelsks fræði­manns af­lýst eftir skamma stund

Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. 

Innlent
Fréttamynd

MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut

Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands á árunum 2020-2022 neyðist til að greiða skólanum rúmlega átta hundruð þúsund krónur. Um er að ræða hluta af skólagjöldum sem nemandinn hafði neitað að borga og borið við forsendubresti og óánægju með námið. Hann fór hörðum orðum um starfsfólk námsins og sakaði meðal annars um lygar.

Innlent
Fréttamynd

Salibuna á sirkustjaldinu og lé­legir lista­menn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að sást til ungmenna að renna sér niður sirkustjaldið við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun há­skólanna

Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans

Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021.

Innlent
Fréttamynd

„Eini ras­isminn sem ég hef upp­lifað á Ís­landi er frá lög­reglunni“

Innflytjendur sem haft hafa afskipti af löggæslukerfinu upplifa vantraust og mismunun af hálfu lögreglu og telja sig fyrir stimplun sem afbrotamenn án þess að hafa sýnt af sér frávikshegðun. Þessi stimplun virðist ekki byggjast á raunverulegri hegðun heldur tengjast ákveðnum félagslegum einkennum, það er að segja á kynþætti, uppruna, búsetu, félagslegri stöðu eða fyrri tengslum við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“

Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta.

Innlent
Fréttamynd

Að­sóknar­met slegið í lögreglunám

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð.

Innlent