Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Fyrrum fyrirsætan, sjónvarpskonan, tískugúrúinn og athafnakonan Kimora Lee Simmons fékk vægt taugaáfall þegar hún komst að því að 23 ára dóttir hennar væri farin að slá sér upp með 44 árum eldri karlmanni. Lífið 9.12.2025 15:03
Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. Viðskipti erlent 9.12.2025 11:38
Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Stjörnuparið Timothée Chalamet leikari og Kylie Jenner raunveruleikastjarna stálu senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Marty Supreme í gærkvöldi. Það eru stöðugar sögusagnir um sambandsslit en parið afsannaði þær í gærkvöldi og klæddu sig meira að segja í stíl. Tíska og hönnun 9.12.2025 09:00
Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Google birti í dag vinsælustu leitarorðin á árinu 2025. Bæði birti fyrirtækið vinsælustu leitarorðin á alheimsvísu en einnig vinsælustu leitarorð einstakra landa. Ísland er ekki meðal þeirra landa. Flestir leituðu upplýsinga um Gemini, sem er gervigreindartæki Google. Í öðru sæti var Indland á móti Englandi í krikket og Charlie Kirk í því þriðja. Viðskipti erlent 5. desember 2025 11:52
Mortal Kombat-stjarna látin Japansk-bandaríski leikarinn Cary-Hiroyuki Tagawa, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Mortal Kombat-myndunum og James Bond-myndinni Licence to Kill, er látinn. Hann varð 75 ára. Lífið 5. desember 2025 07:43
Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Salvador Plasencia, læknir sem játaði að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamín hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Hann er ekki sakaður um að hafa selt Perry skammtinn sem dró hann til dauða. Erlent 3. desember 2025 23:56
Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Árlegu tískuverðlaunin voru haldin hátíðleg á mánudag í Lundúnum og skærustu stjörnur heimsins fjölmenntu þar í hátískuklæðum. Ekkert var gefið eftir í glæsileikanum en tímaritið Vogue gaf nýverið út lista yfir fimmtán best klæddu stjörnur hátíðarinnar. Tíska og hönnun 3. desember 2025 20:00
Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi. Lífið 3. desember 2025 10:48
Miley Cyrus trúlofuð Poppstjarnan Miley Cyrus og Maxx Morando eru trúlofuð eftir fjögurra ára samband. Tónlist 2. desember 2025 21:30
Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Dægurlagasöngvarinn Paul Anka tjáði sig óvænt um typpastærð Franks Sinatra í nýlegu viðtali. Sagðist Anka stundum hafa átt erfitt með að halda augnsambandi í sánunni með Rottugenginu en stærð Sinatra hafi þó ekki átt neitt í grínistann Milton Berle. Lífið 2. desember 2025 09:59
Kim mældist með „litla heilavirkni“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian fór nýverið í heilaskönnun í kjölfar þess að hún greindist með heilagúlp í haust. Reyndist Kim vera með „göt“ í heilanum sem læknirinn sagði sýna litla heilavirkni. Lífið 1. desember 2025 10:55
Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Aflima þurfti fótlegg írsku leikkonunnar Ruth Codd sex árum eftir að fyrri fótleggur hennar var aflimaður. Notkun hækja eftir fyrri aflimunina leiddi til þess að taka þurfti allar tærnar af eftirstandandi fætinum. Codd ákvað því í samráði við lækna að taka fótinn alveg af. Lífið 28. nóvember 2025 16:24
Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2025 11:05
Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum. Lífið 26. nóvember 2025 14:52
Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline. Lífið 26. nóvember 2025 11:25
Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Dægurmálatímaritið Variety hefur valið hundrað bestu gamanmyndir sögunnar. Listinn þykir umdeildur vegna þess hve vítt gamanmyndin er skilgreind og sökum þess hve margar góðar grínmyndir vantar á listann. Bíó og sjónvarp 25. nóvember 2025 17:16
Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu. Lífið 24. nóvember 2025 17:43
Udo Kier er látinn Þýski leikarinn Udo Kier, sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, er látinn, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni. Bíó og sjónvarp 24. nóvember 2025 12:02
Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Tónlistarmaðurinn Prakazrel „Pras“ Michel hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að taka við peningum frá erlendum aðila og nota þá í pólitískum tilgangi. Erlent 21. nóvember 2025 08:20
„Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Kanadíski leikarinn Spencer Lofranco er látinn, 33 ára að aldri. Lofranco var þekktastur fyrir að leika son John Travolta í kvikmyndinni Gotti. Hann lést 18. nóvember í Bresku Kólumbíu í Kanada. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er andlát hans til rannsóknar samkvæmt erlendum miðlum. Lífið 20. nóvember 2025 23:17
„Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Leikkonan Catherine Zeta-Jones og eiginmaður hennar, Michael Douglas leikari, fögnuðu tuttugu og fimm ára brúðkaupsafmæli sínu í gær. Jones birti fallegar myndir á Instagram-síðu sinni í tilefni dagsins. Lífið 19. nóvember 2025 14:02
Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Hollywood-leikkonan Leslie Bibb mun leika aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Top of the Rock sem gerast á hápunkti Kalda stríðsins og fjalla um dularfullt morð á bandarískum hermanni. Truenorth framleiðir þættina, Davíð Óskar Ólafsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson og Óttar M. Norðfjörð skrifa handritið. Bíó og sjónvarp 19. nóvember 2025 13:53
Ekki meira en bara vinir Austin Butler, einn heitasti leikarinn í Hollywood, segist ekki eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og hlaðvarpsstýruna Emily Ratajkowski, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir. Hann segir þau bara vini en Butler sjálfur sé þó að leita að ástinni. Lífið 19. nóvember 2025 09:57
Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð. Tíska og hönnun 18. nóvember 2025 15:10