Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Um­boðs­maður Jenner lést af slys­förum

Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stað­festa sam­bands­slitin

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og enski leikarinn Orlando Bloom hafa staðfest að sambandi þeirra sé lokið. Þau segjast í sameiginlegri yfirlýsingu ætla að einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína.

Lífið
Fréttamynd

Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn

Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu.

Erlent
Fréttamynd

Beckham á spítala

David Beckham hefur verið lagður inn á spítala af óþekktum ástæðum. Victoria Beckham birti mynd á samfélagsmiðlum af knattspyrnumanninum fyrrverandi í sjúkrarúmi með hægri handlegginn í fatla.

Lífið
Fréttamynd

Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom

Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Stálu senunni í París

Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Diddy ætlar ekki að bera vitni

Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni.

Erlent
Fréttamynd

Neista­laus trekantur leiðin­lega fólksins

Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk.

Gagnrýni
Fréttamynd

Zendaya sást í mið­bænum

Bandaríska kvikmyndastjarnan Zendaya sást á götum miðborgarinnar í dag en hún er hér á landi ásamt einvala liði Hollywood-stjarna við tökur á nýrri mynd Christopher Nolans, Ódysseifskviðu. 

Lífið
Fréttamynd

Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“

Justin Bieber, tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn heimsfrægi, segist meðvitaður um að hann eigi bágt. Í einlægri færslu á Instagram, eftir að geðheilsa hans hefur verið mikið milli tannanna á fólki, segist Bieber eiga í vandræðum með skapið, og hann sé í raun skemmdur en geti ekki lappað upp á sig, ef svo má segja.

Lífið
Fréttamynd

Hefndi sín í til­efni af feðradeginum

Súperstjarnan Justin Bieber hefur farið hamförum á Instagram síðastliðna mánuði og birtir þar ófáar sérkennilegar færslur. Í gær birti hann hvorki meira né minna en tuttugu myndafærslur á samfélagsmiðilinn, þar á meðal mynd tileinkaða feðradeginum sem haldinn var hátíðlegur vestanhafs í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Sabrina Carpenter gagn­rýnd fyrir að ýta undir hlut­gervingu kvenna

Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter tilkynnti í gær á Instagram að ný plata hennar, Man’s Best Friend, væri væntanleg í lok ágúst. Með tilkynningunni birti hún mynd af plötuumslaginu þar sem hún er á fjórum fótum í svörtum kjól og hælaskóm, og karlmaður heldur í hárið á henni. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“

„Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride.

Tónlist
Fréttamynd

Máli Baldoni vísað frá

Dómstóll í New York hefur vísað kæru leikarans Justin Baldoni á hendur leikkonunni Blake Lively, frá. Leikarinn hefur sakað Lively um fjárkúgun og ófrægingarherferð gagnvart sér.

Lífið
Fréttamynd

Hélt við konu besta vinar síns

Popparinn Billy Joel reyndi tvívegis að svipta sig lífi eftir að hafa haldið við eiginkonu besta vinar síns, Jon Small þegar þeir voru tvítugir. Í fyrra skiptið féll Joel í margra daga dá og í það seinna bjargaði Small honum.

Lífið
Fréttamynd

Tom Cruise hrasar á síðasta snúning

Síðasta ómögulega verkefnið líður fyrir látlaus endurlit til fyrri mynda, þvældan þráð og leikstjóra sem treystir ekki áhorfendum. Súperstjarnan Tom Cruise og magnaður seinni helmingur með bestu áhættuatriðum seríunnar bjargar myndinni.

Gagnrýni