
Ölfus

Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð
Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu.

Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga
Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum.

Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann
Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins.

„Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“
Tónlistarhátíðin Englar og menn hefst í Strandarkirkju í Selvogi í dag. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar segir hátíðina einstaka, og engan sem mætir verða svikinn.

Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni
Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Viktor Már Snorrason matreiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram.

Litla kaffistofan skellir í lás
Laugardaginn næsta, þann 28. júní, verður dyrum hinnar rómuðu Litlu kaffistofu sem hefur um áratugi þjónað vegbúum þjóðarinnar skellt í lás. Kaffihúsið hefur verið rekið nánast sleitulaust frá árinu 1960.

Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð
Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða.

Einn af hverjum fjórum er erlendur ríkisborgari í atvinnulífinu
Íslenskur vinnumarkaður er mjög Evrópuvæddur en á íslenskum vinnumarkaði er einn af hverjum fjórum erlendur ríkisborgari. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en um 80% af þessum einstaklingum koma frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Hár orkukostnaður er áhyggjuefni hjá atvinnulífinu
Orkukostnaður fyrirtækja, orkudreifing og fyrirséður orkuskortur er sérstakt áhyggjuefni fyrirtækja í landinu og mál, sem koma alltaf upp til umræðu á fundum starfsfólks Samtaka atvinnulífsins, sem eru nú á hringferð um landið

Vilja milljarð frá First Water sem hafnar vanefndum
Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum.

Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra flytja á Selfoss
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og eiginkona hans, Fanney Sandra Albertsdóttir, flugfreyja og förðunarfræðingur, hafa fest kaup á parhúsi við Birkihóla á Selfossi. Kaupverðið nam 99,3 milljónum króna.

Hrottalegu ofbeldi lýst í ákæru á hendur Stefáni, Lúkasi og Matthíasi
Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson hafa verið ákærðir fyrir manndráp í Gufunessmálinu svokallaða. Í ákærunni er hrottalegu ofbeldi mannanna í garð karlmanns á sjötugsaldri lýst. Þeir hafi til að mynda brotið fimm tennur í manninum eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans.

Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán
Ákærur fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán á hendur þremur sakborningum í Gufunessmálinu svokallaða voru lagðar fram í þinghaldi í morgun, þar sem farið var yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra. Ekki þurfti að fara fram á varðhald yfir þeim þriðja, þar sem hann afplánar nú eldri refsingu. Karl og kona eru einnig ákærð í málinu.

Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra
Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar.

Rannsókn lokið í manndrápsmáli
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra.

Telja sig vita hvernig maðurinn lést
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að Héraðssaksóknari taki við málinu á allra næstu dögum.

230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn
Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil uppbygging í Þorlákshöfn og um þessar mundir en í dag eru þar 230 íbúðir í byggingu. Þá er búði að stækka höfnina á staðnum og það er verið að byggja við sundlaugina og byggja við grunnskólann svo eitthvað sé nefnt.

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Svissneska fyrirtækið Climeworks sem fangar kolefni beint úr lofti á Hellisheiði segir tæknileg vandamál hafa tafið fyrir framkvæmdum við annað kolefnisföngunarver þess. Upphaflegt föngunarver þess hafi þegar skilað nettó kolefnisbindingu.

Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans
Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin.

Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði
Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld.

Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi
Sveitarfélagið Ölfus skilaði um einum og hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári af rekstri samkvæmt nýju ársreikningi, sem hefur nú verið birtur. Þá fjölgar íbúum sveitarfélagsins mjög ört enda eru eru 230 íbúðir í byggingu núna í Þorlákshöfn.

Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er langt komin.

Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss
Lögreglan er með mikið viðbragð í nágrenni við Selfoss. Lögreglubílar og sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang.

Rekstur hestaleigu stöðvaður
Matvælastofnun hefur stöðvað starfsemi hestaleigunnar Alhesta í Þorlákshöfn.

Hinir grunuðu lausir úr einangrun
Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar.

Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega
Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann.

Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“
Tveir menn sem fóru erlendis til þess að sækja gamla Jagúar-bifreið, sem innihélt mesta magn kristal-metamfetamíns sem fundist hefur hér á landi, áttu aðeins að fá hálfa milljón króna greidda fyrir. Götuvirði efnanna er sagt tvö hundruð milljónir króna. Mennirnir eru heimilislausir og bjuggu saman í bíl áður en þeir voru handteknir.

Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur
Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð.

Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni
Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi.

Sækja á sjötta milljarð króna
First Water, sem sérhæfir sig í sjálfbæru landeldi á laxi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að upphæð 39 milljónir evra, sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna.